Forsíða Afþreying Bergþór Pálsson fær gæsahúð þegar Ari syngur – ,,Ég á eftir að...

Bergþór Pálsson fær gæsahúð þegar Ari syngur – ,,Ég á eftir að sakna hans“ – MYNDBAND

Bergþór Pálsson er einn frægasti söngvari Íslands og allir sem þekkja hann geta vottað hvað hann er skemmtilegur og góður maður – svo mikið er víst.

Bergþór birti í gær fallegan status á Facebook þar sem að hann skrifaði um nemenda sinn hann Ara Ólafsson sem er að taka þátt í Eurovision í ár. Við vildum endilega deila þessum status með ykkur – og myndbandinu sem hann setti við statusinn:

,,Mikið var gaman í gærkvöldi að fylgjast með Ara taka þjóðina í fangið í einu vetfangi.

Stundum fæ ég gæsahúð þegar hann tekur flottustu tónana í söngtímum og sýni honum þá framhandlegginn. Þá færist yfir andlitið bros og svo fær hann gleðihláturskast!

Þó að Ari sé einn af efnilegustu tenórum okkar á óperusviðinu, hefur hann þá sérgáfu að geta skipt um stíl yfir í popp, jazz og nánast hvað sem er. En alltaf skín í gegn hversu glaðlyndur hann er, hógvær og velviljaður.

Hann útskrifast í vor með 8. stig og fer svo til London í Royal Academy of Music, en þar var honum tekið með kostum og kynjum í inntökuprófi.

Ég á eftir að sakna hans, en það verður gaman að fylgja honum í framtíðinni á þessari braut, sem virðist liggja honum eins og opin bók.

Ef hann fer fyrir Íslands hönd til Portúgal, veit ég að hann mun heilla alla upp úr skónum eins og alltaf, enda með mikla reynslu, öryggi og gleði í farteskinu. Vonum það besta, kæri vinur!“

Ari Ólafsson