Forsíða Hugur og Heilsa Bentu Siggu Dögg á að kynfæraháreyðing væri „snyrtilegri“ – Svarið hennar er...

Bentu Siggu Dögg á að kynfæraháreyðing væri „snyrtilegri“ – Svarið hennar er brillíant!

Hún Sigga Dögg fékk vinalega ábendingu um að kynfæraháreyðing væri „snyrtilegri“ sem varð til þess að hún skrifaði Facebook færsluna hér fyrir neðan.

Það verður að segjast að svarið hennar er brillíant!


Ég fékk vinalega ábendingu að það væri umræða á ljósvakamiðlunum um að kynfæraháreyðing væri „snyrtilegri“ 👀🙈

Snyrtilegri?

Fyrir hvern og fyrir hvað?

👉Kynfærahárvöxtur er mismikill milli einstaklinga og sumum langar að hafa styttri hár, engin hár og sumum au natural.

Rétt eins og með hárin á hausnum á þér.

👉Er snyrtilegra að vera snoðaður eða er þetta spurning um hvað hentar þér hverju sinni?

💃Kynfærahár eiga m.a. að vernda viðkvæma húð í kringum kynfærin fyrir núningi 🕺
OG
🦠þú getur í raun ímyndað þér þau eins og 👃nasahár fyrir nefið (ef þú ert með píku) eða augnahár 👁, þau geta haldið ákveðnum sýkingum/bakteríum í skefjum.

😳Dæmi eru um kynsjúkdóma og bakteríur sem eiga auðveldara með að dreifa sér út fyrir kynfærin ef viðkomandi er hárlaus.

🐜Og ekki byrja á lúsinni.
Kynfæralús hefur bara ekki verið stórt vandamál hér á landi.

Kynfærahár vaxa í KRINGUM kynfærin, ekki á þeim eða fyrir þeim.

Ef þú getur ekki stundað munnmök fyrir hárum, þá kannski ertu á vitlausum stað 🙃

Mega kynfærahár (og öll önnur líkamshár) plís fá að vera í friði og við hætt að stilla fólki upp við vegg sem betra/verra, rétt/rangt, snyrtilegu/sóðalegu ?

Svo er þetta auðvitað helkynjað mál og spyrja mjög ungar stúlkur oft að því í tíma hjá mér hvort þær 😫verði😫 að fjarlægja píkuhárin?

Það er eins og um leið og fyrsta krullan mæti á svæðið þá þurfi að taka hana.

Má fólk bara vera… í friði?