Forsíða Lífið Benjamin setur gervihúðflúr á langveik börn – og gleður þau óendanlega í...

Benjamin setur gervihúðflúr á langveik börn – og gleður þau óendanlega í veikindunum! – MYNDIR

Nýsjálenski listamaðurinn Benjamin Lloyd hefur verið að gefa veikum börnum ótrúleg húðflúr.

„Það tekur mig níu mínútur að setja húðflúrið á – og það skolast af í sturtu,“ segir Benjamin, en vinna hans hefur glatt ótrúlega mörg börn í veikindunum.

„Húðflúrin gleðja börnin og veita þeim sjálfsöryggi,“ segir Benjamin, sem hyggst á að heimsækja enn fleiri spítala því vinnan við þetta sé svo gefandi.