Forsíða Íþróttir Bardaginn milli Conor McGregor og Floyd Mayweather STAÐFESTUR! – Og það er...

Bardaginn milli Conor McGregor og Floyd Mayweather STAÐFESTUR! – Og það er alls ekki langt í hann!

Í dag eru akkúrat tvö ár síðan Conor McGregor byrjaði að tala opinberlega um það að hann væri til í að berjast við Floyd Mayweather. Fólk er búið að tala mjög mikið um þennan bardaga í rúmlega ár og margir voru hræddir um að þetta myndi aldrei gerast.

Image result for floyd mayweather conor mcgregor

En nú er loksins búið að staðfesta bardagann. Þeir berjast laugardaginn 26 ágúst í T-Mobile höllinni í Las Vegas og bardaginn verður í 154 punda flokki.

Bæði Floyd og Conor staðfestu þetta með færslu á Twitter og Instagram.

Auðvitað var ekki nóg fyrir Conor að koma bara með staðfestingu á bardaganum heldur þurfti hann að skjóta á hvað Floyd væri gamall með því að deila mynd af pabba hans Floyd.

THE FIGHT IS ON.

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Dana White forseti UFC fór í smá viðtal eftir að þetta var staðfest og sagði fólki aðeins frá bardaganum.