Forsíða TREND Bang Gang með nýtt tónlistarvídeó! – SUDDALEGT alveg! – Myndband

Bang Gang með nýtt tónlistarvídeó! – SUDDALEGT alveg! – Myndband

Hljómsveitin Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, var núna 27.desember að senda frá sér glænýtt myndband við lagið „We Will Never Get Along“ af plötunni The Wolves Are Whispering sem kom út árið 2015.

Myndbandinu er leikstýrt af Kólumbíumönnunum Nicolás Caballero og Luis Vanegas, en þeir gerðu einnig myndböndin við Bang Gang lögin „Out of Horizon“ og „A Letter Carved in Stone“.

„Það er mikill heiður fyrir okkur að vinna aftur með Barða og Bang Gang, það er alltaf stórskemmtilegt að vinna með honum og það frelsi sem hann gefur okkur. Barði kom með hugmyndina en við útfærðum hana og erum við afar ánægðir með útkomuna“ lét annar leikstjóranna, Luis Vanegas, hafa eftir sér af þessu tilefni.

Hér er á ferðinni enn eitt kynngimagnað myndbandið frá Bang Gang en vakin er athygli á því að einstök atriði myndbandsins gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum.

Albumm greinir frá