Forsíða Umfjallanir Avengers Infinity Wars dettur í bíóhús þann 27. apríl – Ekki missa...

Avengers Infinity Wars dettur í bíóhús þann 27. apríl – Ekki missa af forsölunni!

Nítjánda Marvel-myndin og um leið þriðja Avengers-myndin er væntanleg í bíó 27. apríl og í þetta sinn eru nánast allar þær ofurhetjur sem við höfum kynnst í þessum myndum mættar til leiks í baráttunni við hinn ógurlega Thanos sem kominn er til jarðar ásamt sínum grimma og ómennska her til að finna svokallaða„eilífðarsteina“. Það má honum alls ekki takast!

Það má með sanni segja að þessi nýja Avengers-mynd frá Marvel sé heil kvikmyndahátíð út af fyrir sig, a.m.k. fyrir hina fjölmörgu aðdáendur ofurhetjumynda, enda ekki á hverjum degi sem allar þekktustu ofurhetjur Marvel-sagnaheimsins hittast og taka höndum saman. Tilefnið er ærið því von er á til Jarðar máttugasta óvini manna hingað til, óvini sem engin ofurhetja á roð í ein síns liðs.

Hægt er að kaupa miða í forsölu HÉR – en hún hefst kl. 12:00 – þriðjudaginn 10 apríl.

Miðja