Forsíða Afþreying Átt þú gömul Pokémon spil? – Seljast fyrir 16 milljónir á eBay!...

Átt þú gömul Pokémon spil? – Seljast fyrir 16 milljónir á eBay! – MYNDIR

my_pokemon_holographic_cards_collection_by_lakotaangel72-d4qlma9

Það sem var áður það heitasta og mest spennandi – Er núna orðið gamalt (drasl). Klassísku Pokémon spjöldin eru hætt í sölu allsstaðar í heiminum og nýjar tegundir teknar við – Nema auðvitað á söluvefum á netinu, eins og til dæmis eBay eða Amazon en þar er einmitt til sölu pakki fyrir litlar 16 milljónir íslenska ríkispeninga!

Á meðan við hentum heilu möppunum af Pokémonspjöldum eða söfnuðum þeim saman eins og gömlu rusli – Þá datt fáum í hug að eftir 10 ár gæti pakki af Pokémonspjöldum í glansi gert þá að milljónamæringum …

Pokémonspjöld seljast dýrum dómum á eBay og hafa gert það síðustu ár, en sjaldan þó jafn dýrt og þessi pakki hérna:

Það er ákveðinn notandi sem á samkvæmt lýsingunni óopnað box með 9 Pokémon pökkum og hinum eftirsótta Charizard í glansi.

Hér er mynd af varningnum sem gæti gert eBay notandann að milljónamæringi.

pokemon-ebay-auction-elite-daily-11

Það kemur vel fram að hér er ekki um neitt grín að ræða.

pokemon-ebay-auction-elite-daily-14

Svo ef þú situr á 15,900 milljónum og veist ekkert hvað þú átt að gera við þær … Þá gæti þetta verið „skynsamleg“ fjárfesting. Eða bara mjög dýrt hobbý!