Forsíða Lífið Atli Fannar er orðinn ÞREYTTUR á svörum Reykjavíkurborgar – ,,Þetta er hætt...

Atli Fannar er orðinn ÞREYTTUR á svörum Reykjavíkurborgar – ,,Þetta er hætt að vera fyndið.“

Hann Atli Fannar er orðinn þreyttur á svörum Reykjavíkurborgar – og eftir að hafa lesið færsluna hans þá er það mjög skiljanlegt.

Vonandi fá þau réttu ábendingarnar sem verður til þess að Tindur kemst að á góðum stað:

Ég elska Reykjavík en þetta ástand í dagvistunarmálum er hætt að vera fyndið. Eða orðið mjög fyndið á sama hátt og það er fyndið að sjá fólk detta á rassinn.

Tindur varð eins árs í júlí. Við Lilja erum búin með orlofin okkar, hún er byrjuð í skólanum og ég er sem betur fer í þeirri aðstöðu að geta unnið heima. Ennþá. Ég er að klára síðasta mánuðinn minn á Nútímanum, er búinn að selja vefinn og ætla að byrja í nýrri vinnu um mánaðarmótin (segi ykkur frá henni seinna).

Tindur kemst hvergi að og hvað gerir maður þá? Hvað gera ráðalausir foreldrar í Reykjavík almennt? Ég skil ekki alveg af hverju maður ætti að búa hérna ef manni finnst gaman að búa til börn. Það kostar pening að gefa þessu að éta og skotheldasta leiðin til að búa til peninga er að fara út og vinna. Reykjavík, skrifaðu þetta hjá þér.

Staðan er svona: Allir biðlistar eru fullir og vinalegt starfsfólk borgarinnar heldur að Tindur komist að næsta haust (!), ungbarnaleikskólar ná ekki að ráða nauðsynlegt fólk í vinnu, dagmæður hætta að vera dagmæður og aðrar fá ekki leyfi af einhverjum bjúrókratískum ástæðum. Helst viljum við að Tindur komist inn á leikskóla en þeir eru bara troðfullir af börnum og koma honum ekki fyrir.

En það er auðvitað þeirra missir, ég meina, sjáið hann! Fólk myndi borga fyrir að fá að passa þetta barn. Það stefnir allavega í að við Lilja séum að fara að gera það, með vinnutapi og meira krefjandi námi.

Við þiggjum allar ábendingar um laus pláss með þökkum — við tökum bæði við slíkum skilaboðum ❤️ Og ég nenni ekki að tagga Dag en þessari færslu má endilega dreifa.

Miðja