Forsíða Uncategorized Ástrós keyrði á kisu en lögreglan skellti á hana – Tók málin...

Ástrós keyrði á kisu en lögreglan skellti á hana – Tók málin í eigin hendur!

Guðrún Dögg birti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún talar sinnuleysi lögreglu gagnvart velferð dýra. 

Systir hennar Ástrós varð fyrir því óláni að keyra á kisu sem stökk í veg fyrir bíl hennar. Þegar hún hringdi í lögregluna var hins vegar skellt á hana – en hún tók málin í eigin hendur. Og betur fór á en horfðist.

Hér má sjá stöðuuppfærslu Guðrúnar á Facebook.

Er að tala um mál á snappinu : gudrundmakeup sem skiptir mig miklu máli og er eitthvað sem þarf að vekja athygli á.

Litla systir mín lenti í því að keyra á villikisu í nótt og hringdi í lögregluna og það var skellt á hana þegar hún sagðist hafa keyrt yfir kött og hann væri ennþá á lífi.

Lögreglan á að hringja í vakthafandi dýralækni og það vantar virkilega að fara að athuga velferð dýra og setja strangari lög varðandi dýrahald að mínu mati.

Sem betur fer fór Ástrós Líf Rúnarsdóttir sjàlf með kisuna til læknis og kisan lítur út fyrir að vera á batavegi. Við í fjölskyldunni höfum áður misst ketti vegna þess að það er keyrt yfir þá en ekki einn ökumaður í okkar tilviki hefur stoppað og athugað hvort að dýrið sé á lífi.

Hvet fólk til að gera það sama og litla systir mín þegar það lendir í svona slysum. Og hvet lögregluna til þess að skélla ekki á fólk sem hringir vegna dýra.