Forsíða Lífið Ásta REIÐ eftir að kettir myrtu unga í garðinum – ,,Lausaganga katta...

Ásta REIÐ eftir að kettir myrtu unga í garðinum – ,,Lausaganga katta í þéttbýli á sumrin er ekki ásættanleg“

Hún Ásta Þorleifsdóttir skrifaði þessa opnu færslu á Facebook þar sem að hún segir að lausaganga katta í þéttbýli á sumrin sé ekki ásættanleg.

Ásta skrifaði færsluna eftir að köttur myrti unga í garði móður hennar og líka í garði systur hennar. ,,Haldið köttum ykkar inni og í ól úti þar til í ágúst“, skrifar hún.


Í nótt voru ungarnir í þrastahreiðrinu í garði móður minnar myrtir af heimilisketti. Fyrr í vikunni voru svartþrastarungar í garði systur minnar drepnir af heimilisketti. Nú er svartþrastarhreiður í mínum garði og kettir nágrannanna á vappi, eftirlitslausir þrátt fyrir beiðnir um annað. Þið ykkar sem eigið ketti, sýnið ábyrgð og tillitssemi. Haldið köttum ykkar inni og í ól úti þar til í ágúst. Það bjargar engin bjalla ófleygum ungum í hreiðri.
Gæti þetta verið „krúttlega“ kötturinn þinn? Lausaganga katta í þéttbýli á sumrin er ekki ásættanleg

Fuglavernd hvetur fólk líka til þess að halda köttunum sínum inni á sumrin og póstur frá þeim fer nú um Internetið eins og eldur í sinu.

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á þessum tíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.