Forsíða Lífið Ásta bjóst ekki við þessu ÓGEÐI á Tenerife – Lætur íslensku ferðaskrifstofuna...

Ásta bjóst ekki við þessu ÓGEÐI á Tenerife – Lætur íslensku ferðaskrifstofuna heyra það! – MYNDBAND

Hún Ásta Magnúsdóttir póstaði þessari færslu, og 38 myndum, þar sem að hún lætur Heimsferðir heyra það. Hún og maðurinn hennar fóru til Tenerife 22. feb – 5. mars og hún skrifar að hótelið sem beið þeim hafi verið vægast sagt ógeðslegt.

Hérna er það sem hún skrifaði og myndirnar við, sem hún setti í albúm sem hún titlaði ,,Mikil sé skömm Heimsferða“:

„Við hjónin tókum skyndiákvörðun um daginn og ákváðum að taka smá frí frá húsbyggingu enda þrekið langt gengið. Þetta átti bara að vera afslöppunarferð (og var það að mestu), sól og hiti, lesa og bara gera það maður nennti eða langaði til. Við keyptum ferð með Heimsferðum til Tenerife frá 22. feb. – 5. mars 2018.

Vegna þess að við keyptum ferðina með mjög stuttum fyrirvara náðum við ferð á afsláttarkjörum þar sem Heimsferðir hafa væntanlega verið að reyna að ná upp í einhvern kvóta, ég veit ekki hvort ferðaskrifstofur panta eitthvað x magn af herbergjum fyrirfram eða hvernig það og er í raun alveg sama. Að Heimsferðir skuli voga sér að bjóða upp á hótel eins og við lentum á seinni hluta ferðarinnar (þurftum að skipta um hótel á miðjum tíma, hvaða rugl er það)? er til háborinnar skammar og yfir þessu er ekki hægt að þaga.

Ég get alveg fullyrt að meðfylgjandi myndir sýna ekki allan viðbjóðinn og þið finnið auðvitað ekki fúkkalyktina sem tók á móti manni þegar maður kom inn, ég gat aldrei náð myndum af hlaupandi maurunum og pöddunum sem hlupu um allt eldhúsið. Ég gat aldrei hugsað mér að notta potta, pönnur eða önnur áhöld sem voru þarna og með herkjum að ég notaði hitakönnuna til að hita vatn í neskaffi en bollana skolaði ég alltaf áður en ég notaði þá.

Þess má geta að þetta hótel var frekar snyrtilegt að utan en það var allt annað uppi á teningnum þegar inn var komið. Hér er nett ágrip um vibbann:

Innihurðar og karmar fúið og þurfti að setja öxlina í baðherbergishurðina til að ná að hnika henni til.
Loftljósin full af dauðum pöddum.
Fataskáparnir ósnyrtilegir og skápurinn í anddyrinu fúinn og lyktin í honum svo óbærileg að ekki var einu sinni hægt að geyma ferðatöskuna þar tóma.
Lesljósin í svefnherberginu með lafandi perum ( virkaði en skítamixið algert).
Allir veggir og loft grútskítug.
Hurðar í eldhúsinnréttingu skakkar og lokast illa.
Maurar og aðrar pöddur hlaupandi um allt eldhús í tugatali.
Ísskápur grútskítugur að utan.
Eldavél grútskítug.
Stofusófi og stóll ævagamlir, skítugir og algerlega búnir á því.
Hurðarhúnn á svölum brotinn.
Botninn í baðkarinu málaður og ryð í gegn, mygla meðfram baðkarinu, vatnið tengt öfugt (heitt kom úr kalda krananum og öfugt).
Maurar um allt baðherbergi.
Handklæðin til að þurrka sér um hendurnar liggja upp við klósettið sem er ekki mjög kræsilegt.
Ekki hægt að horfa á sjónvarp nema gegn greiðslu og þá var engin fjarstýring til að skipta um stöðvar eða hækka/lækka.
Eldgamalt og ógeðslegt straubretti stóð í stofunni en ekkert straujárn.
Enginn sími þrátt fyrir að okkur væri sagt að til að hringja í afgreiðsluna ættum við að velja 9!
Gólf illa þrifin (þegar þau voru þrifin).

Þetta er nú svona helstið fyrir utan að þessi staður sem við lentum á er svo agnarsmár að „bærinn“ eru 2 götur. Þá var við götuna okkar gamalt hótel sem búið er að loka en þjónar nú hlutverki sem gistiaðstaða fyrir utangarðs- og óreglufólk ásamt ferðalöngum sem ekki eiga pening fyrir gistingu. Búið var að fjarlægja alla glugga, hurðar og innanstokksmuni en þetta er líklegast 2-250 herbergja hótel þannig að það komast nokkrir fyrir þarna.
Ég enda þennan pistil á að segja eina ferðina enn að Heimsferðir mega skammast sín fyrir að bjóða upp á svona viðbjóð og það er með herkjum að ég geti skoðað þessar myndir og rifjað upp ógeðið.“

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.

Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.Mynd frá Ásta Magnúsdóttir.