Forsíða Lífið Ásgeir ætlar að ferðast um Ísland og gera góðverk í sumar! –...

Ásgeir ætlar að ferðast um Ísland og gera góðverk í sumar! – MYNDBAND

„Til þess að fagna sumardeginum fyrsta ákvað ég að stinga mér ofan í náttúrulaugina Seljavallarlaug í faðmi fjallanna!“


Ásgeir Örn Valgarðsson heitir maðurinn og verkefnið hans í sumar er einfalt: Hann ætlar að ferðast eins og hann mögulega getur hér heima, á fallega íslandi.

Og ef það er ekki eitthvað sem við hin ættum að taka til okkar þá veit ég ekki hvað. Það er alþekkt að ferðamennirnir sem koma hingað til lands í nokkra daga eða vikur vita yfirleitt meira um landið okkar en við – Og hafa jafnvel sótt fleiri náttúruperlur en við sem höfum búið hér í tugi ára!

Ásgeir byrjaði sumarið á kurteisisheimsókn í Seljavallarlaug, myndbandið segir alla söguna!

Þú getur fylgst með Ásgeiri í sumar á ÞESSARI fésbókarsíðu eða ÞESSARI jútúb síðu!


Og vel á minnst, ekki gleyma að skoða Ísland í sumar!

Miðja