Forsíða Lífið Arnar Þór birti sorglega mynd eftir slys í Þorlákshöfn – Hvetur ökumenn...

Arnar Þór birti sorglega mynd eftir slys í Þorlákshöfn – Hvetur ökumenn til að fara varlegar

Arnar Þór birti sorglega mynd eftir slys í Þorlákshöfn – hann hvetur ökumenn til að hafa varann á – virða hraðatakmarkanir – og líf fólks og dýra.

Það greinilegt að það þarf að kenna fólki að bera virðingu fyrir lífi.
Fundum þennan ljúfling liggja í blóði sínu hérna í Eyjahrauninu eftir að einhver einstaklingur hafði keyrt yfir hann og ekki einusinni stoppað og athugað með dýrið.

Þótt að margir hugsi að þetta sé bara köttur er kannski bara þessi köttur í huga eigandans barnið hans.

Mér finnst að fólk ætti að hafa það hugfast þegar það keyrir um göturnar. Það er ekki að ástæðulausu að það er 30 km. hámarkshraði í Eyjahrauninu. Hér býr fullt af börnum og dýrum líka og þessi hraði er hugsaður til að hægt sé að stoppa ef sinhver hleypur út á götuna en fólk virðist ekki sjá það skilti.