Forsíða Uncategorized Arnar náði EINSTAKRI mynd af sér og kærustunni við foss í norðurljósadýrð...

Arnar náði EINSTAKRI mynd af sér og kærustunni við foss í norðurljósadýrð – Hefur vakið heimsathygli!

n16Hann hefur tekið ótrúlegar myndir af fegurð íslenskrar náttúru í norðurljósunum. Myndir hans hafa hlotið þúsundir læka á Facebook – og borist í sjálfa heimspressuna, því greinar um hann hafa birtst meðal annars í Mirror og Daily Mail. 

Ljósmyndarinn heitir Arnar Kristjánsson – en hann og kærasta hans Simona Buratti eyða ómældum tíma í að ná hinni fullkomnu mynd í íslenskri náttúru. Og satt best að segja hefur þeim tekist það ófá skiptin. Fólk hefur viljað kaupa myndirnar – og til að svara eftirspurn setti hann upp sérstaka sölusíðu.

„Lykilinn að góðri norðurljósa mynd er fyrst og fremst þolinmæði. Vera búinn að finna góðan forgrunn til þess að mynda með ljósunum áður en „actionið“ byrjar.“ segir Arnar. „Svo er bara að láta hugarfarið flakka. Við eigum allt hérna til þess að mynda draumamyndina okkar, fossa, fjöll, norðurljós og meiri segja álfa!“

Arnar náði líklega einni rómantískustu mynd sem um getur af sér og kærustunni nú á haustdögum. Þar voru þau tvö við foss undir norðurljósadýrð. Óheyrilega töfrandi myndefni.

n13

Hvað þurftuð þið margar tilraunir til að ná myndinni með norðurljósunum við fossinn?
Við vorum þarna í sirka tvo tíma til þess að ná réttu samsetningunni. Veit ekki hversu mörg skot en þau voru, ætli þau hafi ekki verið rúmlega 50 allavega. Við vorum orðin ansi blaut í endann vægast satt. Hófst þó að lokum. Mun pottþétt hengja þessa mynd upp í stofu!

Finnst þér norðurljósin hafa látið meira að sér kveða nú í haust – miðað við fyrri ári?
Já mér finnst þau hafa byrjað með miklum látum, sérstaklega í byrjun haust, mun meira en ég er vanur allavega. Vona að þetta haldi áfram svona!

Arnar og Simona hafa verið saman í rúmt ár – og mætti segja að ljósmyndirnar setji stóran svip á sambandið. Þau hafa eytt saman nótt í tjaldi úti um vetur – til að ná hinni fullkomnu mynd.

Myndirðu segja að myndin undir fossinum sé sú rómantískasta sem þið hafið tekið?
Já veistu ,ég held að það sé fátt sem toppi þessa reynslu, að blotna út í gegn undir fossi með norðurljósunum og vera veik saman næstu daga.

Hér að neðan má sjá hversu magnaðar myndir Arnar hefur náð ásamt kærustu sinni:


n15 n14
n12 n11 n10 n9 n8 n7 n6 n5 n4 n3 n2 n1

Þegar norðurljósin eru farin að mynda hjarta fyrir þig – þá mætti segja að þú sért alveg með’etta!