Forsíða Afþreying Árið 1988 þótti þetta verulega SVALT á Íslandi! – Myndband!

Árið 1988 þótti þetta verulega SVALT á Íslandi! – Myndband!

Árið er 1988 og með góðri og langri grafík og tónlist – er landinn látin vita að nú sé komið að auglýsingum. Þar á eftir fylgir þessi bráðflippaða og hressa auglýsing fyrir Íscola sem var íslenska og vinsæla útgáfan af Coke og Pepsi.

Krakkarnir dansa um stræti bæjarins og opna dósirnar af miklum móð undir bráðfjörugu eitíslaginu: Íscola, hvað er nú það? Íscola hressandi og kalt. Íscola út um allt. Íscola auðvitað.

Auglýsingin endar svo á því að tilkynna að nú sé líka hægt að fá drykkinn sykurlausan. Stórkostleg nýjung.

Gott ef það er síðan ekki sjónvarpskonan sívinsæla Eva María – sem bregður fyrir í nærmynd á fertugustu sekúndu. Á upphafsárum sjónvarpsferils síns.

Það vantaði ekki innlifun í auglýsingagerð á þessum tíma – þótt drykkurinn sé nú genginn til feðra sinna í dag … Íscola auðvitað.