Forsíða Lífið Ari Jósepsson ætlar að verða forseti Íslands – „Burtu með fátækt“

Ari Jósepsson ætlar að verða forseti Íslands – „Burtu með fátækt“

1016409_10152235429012500_1090515312_n Ari Jósepsson er flestum íslendingum vel kunnugur. Hann gerir skemmtileg youtubemyndbönd og hefur undanfarið komið fram í fjölda þátta og kvikmynda í gegnum aukaleikara hópinn á Facebook.

Um þessar mundir er Ari að leika í kvikmyndinni „Fyrir framan annað fólk“. Hann segir hlutverkið ekki stórt en honum finnist alltaf gaman að leika svo hann kvarti ekki þegar hann fær hlutverk.

Nýlega gaf Ari það út á Facebook síðu sinni að hann hyggðist bjóða sig fram til forseta í kosningunum á næsta ári. Við ákváðum að heyra í Ara og fá að vita meira um þessi áform.  11200803_10153478874862500_7442839285273416383_n

„Já ég ætla að að bjóða mig fram og er að vinna í því. Ég er 34 og verð 35 á næsta ári 5. Júní 2016, og kosningarnar verða 20 júní 2016. Þannig að ég slepp með skekkinn“
Segir Ari spenntur.

En hvað er það sem myndi gera þig að góðum forseta og hvert yrði þitt fyrsta verk sem leiðtogi lýðveldisins?
„Jafnrétti kynja og fatlaðra, burtu með fátækt. Ég mun fara svolitið í það að vinna í því. Og auðvitað auðlindirnar okkar, græn orka.“ Segir Ari og bætir því við að hann muni fyrst og fremst hlusta á fólkið í landinu og fara eftir vilja þjóðarinnar.

Hann segist jafnframt líta mikið upp til Vigdísar Finnbogadóttur og að hún sé hans uppáhalds forseti.
10931523_10153015080382500_1785713221803592267_n
Þar til kosningabaráttan hefst stefnir Ari á að fara á leiklistarnámskeið en leiklistin á hug hans allan. Hann er einnig á leiðinni til Bandaríkjanna í haust á tónleika með Madonnu og Celine Dion. Aðspurður um það hvort við fáum ekki að sjá myndbönd úr ferðinni segist Ari að sjálfsögðu muni vera með vélina við hendina til að deila með okkur ævintýrum sínum.

Við hlökkum til að fylgjast með spennandi kosningabaráttu næsta ár.

Miðja