Forsíða Afþreying Ari Eldjárn er spenntur fyrir nýjum íslenskum þáttum – „Mér líkar...

Ari Eldjárn er spenntur fyrir nýjum íslenskum þáttum – „Mér líkar vægast sagt vel við það sem ég sé!“ – MYNDBAND

Hann Ari Eldjárn er orðinn vægast sagt spenntur fyrir nýjum íslenskum þáttum og deildi þessu fimm mínútna myndbandi með atriðum úr þáttunum. 

Sjónvarpsþáttaröðin heitir „Afturelding“ og Ari vonar að sem flestir sýni þessu áhuga:

Kæru vinir, endilega horfið á þessa kitlu fyrir sjónvarpsþáttaröðina Aftureldingu og látið hana fara sem víðast! Ég er orðinn mjög spenntur fyrir að þessir þættir líti dagsins ljós og áhugi almennings getur þar skipt sköpum.

Við þurfum meira leikið efni sem sækir efnivið sinn í íslenskt umhverfi og það er í raun merkilegt að jafn rammíslenskt fyrirbæri og handbolti hafi ekki áður verið notað sem sögusvið í íslenskri kvikmynd eða sjónvarpsþáttaröð.

Þetta hefur hann Halldór Laxness Halldórsson vinur minn (e.þ.s. Dóri DNA) verið að vinna við að skrifa í að verða fjögur ár og núna glittir í hvað þetta snýst allt um og mér líkar vægast sagt vel við það sem ég sé!

Miðja