Forsíða Lífið Andri opnar sig um ÁFALLIÐ sem flestir Íslendingar þegja yfir – Vildi...

Andri opnar sig um ÁFALLIÐ sem flestir Íslendingar þegja yfir – Vildi brjóta glamúr samfélagsmiðlanna niður og hjálpa öðrum!

Andri Már Númason skrifaði þessa einlægu færslu á Facebook, þar sem hann opnar fyrir hluti sem virðast vera leyndarmál hjá flestum.

En þau ætla ekki að lifa þannig, þau ætla að leggja sitt af mörkum til að orðið „Kleppur“ sé ekki dónaorð sem er einungis notað í gríni eða háði – heldur orð yfir spítala þar sem fólk sækir sér nauðsynlega læknisþjónustu.

Konan mín er á Klepp. Ef þessi setning stuðaði þig þá máttu endilega senda mér línu og ég skal uppfræða þig um að Kleppur er spítali einsog aðrar deildir LSH. Ef þú ert ekki til í það máttu bara setja mig af vinalistanum.

Konan mín er með áfallastreituröskun og þunglyndi í kjölfarið á því. Hún hefur þjáðst óskaplega með sínum sjúkdómi.

Og ég líka.

En konan mín er hetja.

Hún var alveg aðframkominn, sársaukin var búinn að soga alla gleðina úr lífinu en samt hélt hún áfram að berjast fyrir sér og lífinu sínu. Hún labbaði sjálf inná geðdeild til að fá fleiri verkfæri til að ná áttum, til að ná slökun, til að ná finna gleðina sem býr í henni.

Mögulega mun hún segja núna að það sé ekki satt því ég hélt í hendina á henni en hún labbaði alveg sjálf, hún framkvæmdi þetta sjálf. Hún hefur sýnt ótrúlegan styrk í að vinna sig áfram, í að vinna sig í átt að gleðinni.

Hún er hetja!

Síðustu mánuðir eru búnir að vera rússíbani. Heimurinn minn hrundi þegar ég labbaði útí bíl og áttaði mig hversu mikið hún hafði þjáðst og ég ekki séð.

Óttinn kramdi mig.

Ég tók upp símann til að láta mömmu vita og athuga með strákana okkar og tárin byrjuðu að flæða, ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát, það fór svo margt í gegnum hausinn á mér skelfingu lostin, hræddur, kenndi sjálfum mér, glaður að hún væri á öruggum stað og ég grét og grét.

Aldrei kynnst því áður að geta ekki stoppað, að ráða ekki við tilfiningarnar.

Ég fékk áfall og festist í kvíðakasti sem tók mig marga daga, eina utanlandsferð með tjald og bakpoka og um 100 km af göngu til að ná að róa niður.

Ætla ekki að ljúga því að sjálfum mér eða öðrum að ég sé alveg kominn yfir áfallið.

Vegginn sem ég lenti á þarna. Ég er ennþá að byggja heiminn minn upp aftur.

En kosturinn er að við getum byggt okkar heim upp aftur einsog við viljum að hann sé, við þurfum ekki að vera bundinn af fyrirfram skilgreindum hlutum um hvað á að vera eða átti að vera samkvæmt vísitölufjölskyldunni. Við höfum frelsi til að njóta lífsins einsog við viljum því þetta er okkar líf og við ætlum að njóta þess.

Ég er oft þreyttur, oft næ ég ekki að slökkva á heilanum og sofa vel. Oft gleymi ég að gera það sem hjálpar mér að slaka á, oft er erfitt að búa til tíma í það, oft er erfitt að skipuleggja sig og það er ennþá erfiðara þegar ég þarf á því að halda. Það er svo auðvelt að detta í sama gamla farið, það er oft erfitt að halda í nýju vanana.

Vinalistinn minn hefur styðst, fólk tekur svona hlutum greinilega mismunandi og hryggir það mig stundum að hraðvalið á símanum sé minna en það var. Finnst ég hafa upplifað klisju hérna en merkilegt nokk þá er hún sönn að einhverju leiti.

En á sama tíma hefur fjöldinn af fólki svo sannarlega tekið undir handarkrikann á mér of lyft mér upp þegar ég hef verið kominn á hnén. Ég veit ekki hvernig ég get sýnt fólki það þakklæti sem það á skilið, þarf að læra það og halda áfram að æfa mig í því. TAKK allir, sem hafa passað uppá mig, hjálpað mér, klappað mér á bakið og ýtt mér áfram þegar ég þurfti á því að halda. TAKK fyrir allt, þið vitið vonandi hver þið eru og ef ekki ætla ég að reyna láta það koma skýrt fram í framtíðinni. Þrátt fyrir klisjuna hér að ofan þá hafa mun fleiri stokkið fram og gert sitt besta og rúmlega það til að auðvelda okkur lífið, mér, Halldóru og strákunum. Fólk er frábært og hjálpsamt og er ég virkilega heppinn með að eiga góða að. Takk allir.

Af hverju að skrifa þetta og setja á samfélagsmiðla?

Af því það er gott að hreinsa hugann með því að skrifa.

Af því það er gott að brjóta glamúr samfélagsmiðlanna aðeins niður.

Af því þetta setur líf okkar Halldóru og „hegðun“ síðustu árin í samhengi fyrir þá sem ekki hafa vitað hvað gekk á.

Af því kannski getum við hjálpað einhverjum sem á um sárt að binda en þorir ekki að tjá sig um það

Af því Kleppur er stundum „dirty word“ sem fólk þorir ekki að nota og við ætlum að leggja okkar af mörkum við að breyta því. Kleppur er spítali, þar fer fram frábært starf til að hjálpa fólki að ná bata, að sjálfsögðu ekki fullkomið starf enda fjársvelta einsog annað í heilbrigðiskerfinu en frábært starf sem er unnið þar.

Af því mig langar það, af því ég vill koma þessu útúr kerfinu, af því lífið hjá okkur öllum er upp og niður en tækifærin eru til staðar til að halda áfram, til að sjá ljósið.

Af því við Halldóra erum sammála um að þessi skrif eru einn hlutinn af því að sætta sig við lífið einsog það er núna og minna sig á að við erum á réttri leið fram á við.

Lífð er núna krakkar, njótum þess sem best við getum!

Miðja