Forsíða Lífið Andri og Ása fóru til Norður Kóreu og lifðu til að segja...

Andri og Ása fóru til Norður Kóreu og lifðu til að segja söguna – MYNDIR

Þau Andri Wilberg Orrason og Ása Steinarsdóttir ákváðu að fjárfesta í flugmiðum aðra leið til Asíu á síðasta ári með það eitt að markmiði að ferðast um heiminn.

asa-og-andriSíðan þá hafa þau komið til Sri Lanka, Malasíu, Japan, Taílands, Filipseyja og Mongólíu.

Nú nýlega voru þau stödd í Norður Kóreu en þangað hafa fáir íslendingar lagt leið sína.

„Við vorum efins með að fara þangað þar sem við vissum að eina leiðin til að fá að skoða landið er í túrum með sérstökum leiðsögumanni“ Segir Ása í færslu á bloggsíðunni þeirra og bætir við

„Túrinn er dýr og við reiknum fastlega með því að peningarnir endi í vasa Kim“ og á þar við einræðisherrann Kim Jon Un.

Bátsferð yfir Yalu, ána sem skilur að Norður Kóreu og Kína.

North Korea Travel fdg

Á endanum tók forvitnin þó yfir og þau fóru í 7 tíma lestarferð frá bænum Dandong í Kína og enduðu í Pyongyang höfuðborg Norður Kóreu.

Kona klæðist „Hoejang Jogori“ sem er klassískur Kóreskur kjóll.

Travel to North Korea Pyongyang

Bændurnir eru aðeins forneskjulegri í Norður Kóreu en við eigum að venjast.

NorthKorea4

Þau Andri og Ása halda úti ferðabloggsíðunni Fromicetospice.com og þar má fylgjast með öllum ævintýrum þeirra um Asíu og víðar.

Á meðan á þriggja daga ferð þeirra um Norður Kóreu stóð var fólk þar í landi að fagna 70 ára afmæli „The Worker’s party“ sem er við völd í landinu.

North Korea Travel ertgk

Í Pyongyang býr aðeins ríkasta og fínasta fólkið. Flestir búa úti á landi og stunda landbúnað.

North Korea Travel dfye

Ása og Andri segjast hafa veitt því sérstaka athygli að fólkið sem þarna býr klæðist einföldum fatnaði sem er laus við öll logo sem við þekkjum í hinum vestræna heimi.North Korea Travel 55 24North Korea Travel 55 46y

Þau Andri og Ása ætla að halda áfram að ferðasta á árinu og við hlökkum til að fylgjast með ævintýrum þeirra.