Forsíða Bílar og græjur Andri heyrði skrýtið hljóð í bílnum – endaði hjá bifvélavirkja sem bjargaði...

Andri heyrði skrýtið hljóð í bílnum – endaði hjá bifvélavirkja sem bjargaði LÍFI! – MYNDBAND

Andri Már Reynisson útskýrði í myndbandi á Facebook-síðu sinni, hvernig hann var á ferðinni í bílnum sínum þegar hann heyrði skrýtið hljóð – þegar hann var að ná í strákinn sinn.

„Ég heyrði eitthvað hljóð – en hélt kannski að það væru bara speglarnir að dragast inn“, sagði hann um sín fyrstu viðbrögð.

Andri fór þá til Halldórs Sveinssonar bílameistara sem fékk að framkvæma alveg nýja tegund af „bílaviðgerðum.“

Allt er gott sem endar vel!

„Þar sem ég veit ekkert hvar kötturinn kom inn í bílinn. Ég sótti bílinn á verkstæði um hádegisbilið, fór svo á Vellina í Hafnafirði – og heyri hann svo væla þegar ég kominn á bílastæði í Kórahverfi. Og áttaði mig þá á á að það væri köttur fastur í bílnum.

Var hann þyrstur og svangur?
Já það mætti segja það.

Hver urðu svo afdrif hans?
Hann var ekki merktur þannig við fórum með hann upp í Kattholt í morgun. Ég vona bara að eigandinn finnist.

Endilega hjálpið okkur að deila fréttinni í von um að kötturinn finni eiganda sinn!