Forsíða Lífið Andrei verður að keyra með hatt – Annars missir hann prófið!

Andrei verður að keyra með hatt – Annars missir hann prófið!

Myndirnar á ökuskírteinum og vegabréfum verða að sýna manns dags daglega útlit. Það er bannað að mæta með skrípa gleraugu og gervinef.

Fólk sem trúar sinnar vegna klæðist ákveðnum fatnaði er eina fólkið sem fær að vera með hatta, trefla eða höfuðföt af einhverju tagi.

Rússinn Andrei Filin stóð í miklum átökum við stjórnvöld þar í landi til þess að fá að vera með sinn hatt á myndinni á ökuskírteininu sínu en hann er Pastafarian, sem er trúin á Fljúgandi Pastaskrímslið sem varð vinsælt meðal trúleysingja í netheimum fyrir nokkrum árum.

Hatturinn er einhverskonar pasta sigti og Andrei fékk myndina samþykkta á þeim grundvelli að Kirkja Fljúgandi Pastaskrímslisins er alvöru kirkja…

…með því skilyrði þó að verði hann tekinn undir stýri án hattarins sé það brot á lögum og þýðir að hann verður sviptur ökuréttindum.

Andrei segir það ekki muni verða vandamál en konan hans bjó hattinn til og hann segir að hann sé ekki bara töff heldur líka góð vernd fyrir vetrarkuldanum í Rússlandi.