Forsíða Lífið Almannavarnir vara við stormi í kvöld – Ert þú búin/-n að gera...

Almannavarnir vara við stormi í kvöld – Ert þú búin/-n að gera nauðsynlegar ráðstafanir?

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varar við stormi í kvöld mánudaginn 11. mars.

Hvassviðrið sunnan- og suðaustanlands verður svo svakalegt að það er nauðsynlegt að setja allt innandyra eða binda niður það sem gæti fokið í storminum.

Ert þú búin/-n að gera nauðsynlegar ráðstafanir?

Vekjum athygli á mjög slæmri veðurspá frá Veðustofu Íslands fyrir seinni partinn á morgun 11. mars.

English below
Kröpp lægð er byrjuð að myndast austur af Nýfundnalandi og dýpkar hratt á leið sinni til Íslands. Á morgun hvessir af austri, allvíða 15-25 m/s annað kvöld, hvassast sunnantil á landinu og gera verstu spár ráð fyrir meðalvindhraða yfir 30 m/s á stöku stað við suðurströndina. Full ástæða er til að fylgjast vel með veðurpsám og viðvörunum.

Deep low is forming east of Newfoundland and deepens rapidly on its way to Iceland. Increasing east wind tomorrow, widely 15-25 m/s tomorrow night, most windy in the south. Worst forecasts predict the mean wind speed over 30 m/s in occasional places on the south coast. Good reason to follow forecasts and warnings.

Miðja