Forsíða Bílar og græjur Allt að 100% afsláttur af ÖLLUM sektum hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í...

Allt að 100% afsláttur af ÖLLUM sektum hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í tilefni af „svörtum fössara“

Lögreglan á Suðurnesjum er með hörkutilboð í tilefni af Svörtum Fössara (e. Black Friday) þar sem þau bjóða upp á allt að 100% afslátt af öllum sektum í umferðinni.

Í tilefni af “svörtum fössara” verður allt að 100 % afsláttur af öllum sektum hjá okkur. Eina sem þú þarft að gera er að fara eftir þeim umferðarlögum sem eru í gildi og þannig nærðu hörku sparnaði. Farið varlega í öllum þessum nettilboðum sem rignir nú yfir landann og ekki láta glepjast af þessum (of) góðu tilboðum.
Annars finnst okkur þetta nýyrði ekki fallegt.

Miðja