Allir vita hvað Netflix er og það eru líklegast flestir á landinu með aðgang að Netflix – sama hvort þau séu að borga reikninginn eða ekki. En hvað er Napflix?
Napflix er ókeypis streymiþjónusta sem er bara með sjónvarpsefni sem hjálpar þér að sofna. Þessi snilld getur róað þig niður og án efa svæft hinn þrjóskasta einstakling.
Þú getur fundið þessa þjónustu með því að smella hér.