Forsíða Hugur og Heilsa Aldurinn sem fólk er hamingjusamast á ævinni er EKKI sá sem maður...

Aldurinn sem fólk er hamingjusamast á ævinni er EKKI sá sem maður heldur!

Samkvæmt rannsókn sem birt var á www.ons.gov.uk kemur í ljós að aldurinn sem fólk er hvað ánægðast á lífsleiðinni er ef til vill ekki sá sem flestir myndu halda.

Eftir að hafa skoðað gögn frá 300.000 einstaklingum yfir 3 ára tímabil (á árunum 2012-2015) þá er fólk hamingjusamast á bilinu 65-79 ára.

Þannig að þó maður geti verið við hestaheilsu á tvítugsaldri – þá gefur rannsóknin til kynna að mestu hamingjuna sé að finna mörgum áratugum síðar.

Þess má þó geta að minnsta hamingja fólks var á aldrinum 45 og 59 ára – þannig þetta gæti orðið aðeins verra áður en það verður betra.

Annars lifir maður víst bara einn dag í einu…