Forsíða Lífið Ágúst náðist á myndband úða PIPARSPREYI á starfsfólk búðar í Tælandi

Ágúst náðist á myndband úða PIPARSPREYI á starfsfólk búðar í Tælandi

Ágúst Guðmundsson var handtekinn úti í Tælandi fyrir að ógna starfsfólki verslunar í borginni Pattaya.

Líkt og sjá má í myndbandinu spreyjaði hann piparúða á starfsmennina eftir að hafa verið neitað um áfengi utan afgreiðslutíma.

Ágúst komst í heimsfjölmiðlana fyrir þessa árás og gæti hlotið þungan dóm þar sem vopni er beitt og vörur teknar úr versluninni.