Forsíða Lífið Af hverju eru börnin í höndum betlara alltaf sofandi?

Af hverju eru börnin í höndum betlara alltaf sofandi?

Screenshot 2015-02-02 12.28.18

Þessi grein er þýdd og endurbirt af vefnum BBNcommunity.com. Ekki er vitað hver skrifaði hana eða hvenær en stofnanir í Bangkok og Kambódíu hafa staðfest innihald hennar.

Það á eftir að koma mörgum á óvart að hér sé um sanna sögu að ræða og það getur verið biti sem er erfitt að kyngja. Samtökin sem rætt var við í Tælandi og Kambódíu óska þess að einstaklingar gefi betlurum aðeins mat eða vatn – Ekki peninga. Þú ættir að vera nægilega klár til þess að vita hverjum þú ert að hjálpa …

„Nálægt lestarstöðinni situr kona og ég get ekki ímyndað mér hvað hún er gömul. Hárið hennar er flókið og skítugt en höfuð hennar hangir niður af sorg.

Konan situr á skítugu gólfinu og við hlið hennar er bakpoki. Í þennan bakpoka kastar fólk pening. Í höndum konunnar liggur tveggja ára gamalt barn sofandi. Hann er skítugur, með hatt til þess að skýla honum frá sólinni og í skítugum fötum.

Fjöldi gangandi vegfarenda leggja pening í bakpoka konunnar og hvísla til hennar hvatningarorðum – Fólki eins og okkur líður alltaf illa að sjá annað fólk í óheppilegum aðstæðum. Við vorkennum þeim sem minna mega sín og viljum hjálpa, til þess að láta okkur sjálf líða betur.

Ég gekk fram hjá betlaranum í heilan mánuð. Ég gaf aldrei neina peninga, þar sem ég vissi að betlarar eru hluti af skipulagðri klíku, svindl. Allur peningurinn sem betlarinn safnar fer í hendur einhvers sem stjórnar þessu ákveðna svæði. Og þeir sem stjórna eiga fjölda lúxusbifreiða og lifa eins og kóngar. Betlararnir fá líka eitthvað fyrir sinn snúð, að sjálfsögðu. Þeir fá til dæmis flösku af vodka eða kebab – Og dýnu sem þeir verða að sofa á.

Mánuði síðar þegar ég gekk fram hjá betlaranum fékk ég skyndilega sjokk …

Ég stóð kyrr í mannþrönginni á lestarstöðinni og starði á barnið. Hann var klæddur eins og alltaf í skítug föt er ég áttaði mig á því að það var eitthvað ‘rangt’ við það að sjá barn í skítugri lestarstöð á hverjum degi … frá morgni til kvölds. Og barnið var alltaf sofandi. Hann geispaði aldrei eða öskraði, hann svaf bara með andlitið á grúfu upp við konuna sem var móðir hans.

Átt þú börn, kæri lesandi? Manstu hvernig börn sofa fyrstu 1-3 árin? Þau sofa í klukkutíma, kannski tvo eða þrjá og aldrei án þess að vakna þess á milli. Þau leggja sig síðan á daginn en aldrei án þess að hreyfa sig. Í heilan mánuð hafði ég gengið í gegnum lestarstöðina og ekki einu sinni hafði ég séð barnið vakandi. Ég starði á þennan litla mann, með andlitið á grúfu í fangi móður sinnar og var farið að gruna ýmislegt. „Hvers vegna er hann alltaf sofandi?,“ spurði ég konuna en starði enn á barnið.

Hún lét eins og hún heyrði ekki í mér. Hún lækkaði höfuðið enn frekar og starði niður í gólfið. Ég endurtók spurninguna svo hún leit upp.

„F**k off, urraði hún að mér og leit aftur niður“.

„Hvernig getur hann alltaf verið sofandi,“ sagði ég enn einu sinni reiður og var næstum því farinn að gráta.

Einhver setti hönd á öxlina á mér og ég leit við. Þá stóð þar gamall maður sem sagði við mig: „Hvað viltu henni? Sérðu ekki að hún á nógu erfitt fyrir? Er eitthvað að þér?“.

Maðurinn kastaði síðan smápeningum í bakpoka konunnar og gekk í burtu án þess að bíða eftir svari. Betlarinn þakkaði fyrir sig með handbendingu en ég er viss um að þegar hann kemur heim, á hann eftir að segja fjölskyldunni frá því hvernig hann varði fátæka konu fyrir sálarlausum útlendingi.

Næsta dag hringdi ég í vin minn. Hann var týpan sem vissi allt, um það sem fram fer á götunum að minnsta kosti. Frá honum heyrði ég að betlarar eru ekki fátækir einstaklingar sem vantar nauðsynlega pening fyrir brauðbita, heldur viðskipti, stunduð af skipulagðri glæpastarfsemi. Börnin sem eru með „móður“ sinni allan daginn eru leigð frá sjúkum fjölskyldum eða einfaldlega stolin.

Ég þurfti að fá svar við spurningunni minni – Af hverju eru börnin alltaf sofandi? Og ég fékk það. Vinur minn útskýrði það fyrir mér með rólegum tón og án þess að hika: „Þau eru á heróíni eða ofurfull á áfengi“.

„Hver eru á heróíni eða áfengi,“ spurði ég.

Hann svaraði: „Börnin, svo þau öskri ekki. Konurnar sitja með þau allan daginn, ímyndaðu þér hvað þeim myndi leiðast?“.

Til þess að láta börnin sofa allan daginn dæla þeir vodka ofan í þau eða sprauta þau með heróíni. Líkamar þeirra eru náttúrulega ekki tilbúnir til þess að fá sjokk af þessu tagi, svo börnin deyja oft. Það versta er að börnin deyja oft á miðjum degi og ímyndaða móðirin heldur áfram að halda á þeim það sem eftir lifir dags. Þannig eru reglurnar. Og gangandi vegfarendur kasta pening í bakpokann þeirra og trúa því að þeir séu að gera góðverk. Hjálpa einhleypri móður í vanda“.

Þegar þú sérð betlara með barn, á lestarstöð eða á götum úti – hugsaðu þig tvisvar um áður en þú réttir þeim pening. Hugsaðu um það að ef það væri ekki fyrir þúsundir einstaklinga sem eru akkúrat í þínum sporum, þá myndi þessi viðskiptagrein deyja út. Starfsemin myndin deyja en ekki börnin, full af áfengi eða eiturlyfjum. Nú eftir þennan lestur, veistu af hverju barnið er alltaf sofandi í höndum betlarans.

Ps. Ef þú deilir þessari grein áfram munu vinir þínir lesa hana líka. Og mundu að næst þegar þú ákveður að opna veskið þitt og ætlar að styrkja betlara með sofandi barn, gæti góðsemi þín orðið öðru barni að bana“.