Forsíða Umfjallanir Ætlar þú að styðja Ísland á HM í sumar? – STUÐNINGSMANNAHRINGUR Tólfunnar...

Ætlar þú að styðja Ísland á HM í sumar? – STUÐNINGSMANNAHRINGUR Tólfunnar er kominn í allar verslanir Jóns & Óskars!

Það er að sjálfsögðu hvert mannsbarn hér á landi sem mun styðja strákana okkar á HM í sumar. Til að sýna hollustu þá eru fleiri valmöguleikar en að klæðast bara treyju liðsins. Það vill nefnilega þannig til að STUÐNINGSMANNAHRINGURINN er kominn í allar verslanir Jóns & Óskars!

Stuðningsmannahringurinn er glæsileg afurð samstarfs gullsmiða Jóns & Óskars og Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska landsliðsins, í tilefni af HM. Silfurhringarnir vísa í fleti fótboltans, íslenska stuðlabergið og Tólfuna, sem merkir að maður sé í raun tólfti maðurinn í liðinu.

Þessir flottu hringar koma einfaldir á 13.900 kr. eða tvöfaldir á 15.900 kr.

Í fleti hringsins má grafa þá leiki sem þú hefur fylgst með eða farið á og þannig sýnt vegferð þína með liðinu. 1.200 kr. af hverjum seldum hring fer í ferðasjóð Tólfunnar.

Vertu með – vertu 12. maðurinn í liðinu!
ÁFRAM ÍSLAND!!!Image may contain: text

Miðja