Forsíða TREND Að eiga góðan bólfélaga er það besta sem getur komið fyrir þig!

Að eiga góðan bólfélaga er það besta sem getur komið fyrir þig!

Það er til fólk sem er tilbúið að eyða tíma og fjármagni í að rannsaka sambönd. Og það fólk komst að þeirri niðurstöðu að það fólk sem á í góðu bólfélaga sambandi hefur það best.

Prófessorinn Peter Jonason skoðaði 289 háskólanema sem höfðu síðasta árið átt í ástarsamböndum, átt einnar nætur gaman eða átti bólfélaga.

Niðurstöðurnar bentu til þess að bólfélagar bundust minni tilfinningaböndum en í þeim samböndum var kynlífið einnig mikið líflegra en einna nætur gaman.

Það fólk sem stundaði einnar nætur gaman sagði frá því að það hefði átt rómantískari og einlægari reynslu en þeir sem eiga bólfélaga. Þetta er kannski hægt að útskýra með því að úrtakið var lítið, en það gæti einnig verið að þegar fólk stundi einna nætur gaman fái það einnig útrás fyrir tilfinningar sínar.

Niðurstaðan endar þó illa fyrir bólfélaga samböndin, því þau enda flest með því að annar aðilinn vill meira út úr sambandinu.