Forsíða Hugur og Heilsa Að drekka bjór hægir á Alzheimer og Parkinson sjúkdóminum

Að drekka bjór hægir á Alzheimer og Parkinson sjúkdóminum

Að drekka bjór gæti komið í veg fyrir skemmdir á heilasellum, en þetta segir í rannsókn sem var framkvæmd af Jianguo Fang og kollegum hans í Lanzhou University’s school of chemistry – og kemur fram á vef ibtimes.com.

Bjór er ekki almennt talin hafa ill áhrif á heilsu – sé hans neytt í hófi en gæði hans eru talin nokkur. Rannsóknin sem var framkvæmd skoðaði sérstaklega humlana sem settir eru í bjórinn. Í humlunum er nefnilega efni sem heitir xanthohumol. Efnið er talið vera andoxandi, styrkjandi fyrir æðakerfið og veita taugafrumunum í heilanum vernd.

Jafnt Alzheimer og Parkinson hafa áhrif á taugafrumur heilans – en xanthohumol er talið vernda þær – og því geta komið í veg fyrir – eða hægt á einkennum Parkinson og Alzheimer.

Þannig … já bara skál (en ekki drekka of mikið því þá gætuð þið gleymt því að hafa lesið um þessa rannsókn á morgun.)