Forsíða Lífið 9 merki þess að þú hatir vinnuna þína og hún sé að...

9 merki þess að þú hatir vinnuna þína og hún sé að eyðileggja líf þitt!

Það er fátt hræðilegra en að vera í vinnu sem maður hatar. Stundum snýst þetta um að komast í gegnum sumarið í hræðilegri vinnu en stundum er maður fastur í henni og veit ekki hvernig maður á að losna út. Hér eru 9 merki þess að það sé kominn tími á að skipta hreinlega um vinnu.

1. Þú þarft að snúsa minnst fimm sinnum áður en þér tekst að drösla þér fram úr á morgnana.  Þú opnar augun og hugsar „okey bara 14 tímar þar til ég get verið komin/n hingað aftur.

2. Eina vináttusambandið sem þú átt í vinnunni er byggt á sameiginlegu hatri ykkar á öðrum vinnufélögum. Þið eyðið jafnvel deginum í að senda skilaboð eins og „fokk hvað hann er pirrandi“ ykkar á milli.

3. Þig dagdreymir um að komast á ellilífeyri. Þú ert undir 30. Þú ert jafnvel farin/n að spila í lottóinu og hefur augun opin fyrir ríkum maka.

4. Þú eyðir meiri tíma á Facebook í vinnunni en í að sinna vinnunni.

5. Þú eyðir miklum tíma í vinnunni í að leita að annarri vinnu. 

6. Helgarnar eru orðnar það mikilvægasta sem þú átt í þessu lífi. Þú átt það jafnvel til að óska sjálfri/um þér til hamingju um hver mánaðarmót fyrir að hafa komist í gegnum þetta.

7. Þér orðið nákvæmlega sama hvað yfirmanni þínum finnst um þig. Öll ykkar samskipti eru lituð kaldhæðni og þú gleymir stundum að hlæja til að láta líta út fyrir að þú hafir verið að grínast.

8. Kaffi og vín er uppistaða mataræðis þíns. Kaffi til að komast í gegn um hann og vín í verðlaun þegar þú kemur heim.

9. Þú forðast vinnustaðar djömm eins og dauðann. Áhættan við að detta í það með þessu fólki og segja þeim nákvæmlega hvað þér finnst um þau er of mikil.