Forsíða Lífið 9 góð ráð við dimmu janúar þunglyndi á Íslandi!

9 góð ráð við dimmu janúar þunglyndi á Íslandi!

Öll eigum við það til að verða frekar þung yfir Janúar mánuðinn. Ráð einsog að drekka vatn, sofa meira og fara í ræktina er eitthvað sem við heyrum daglega. Hér eru nokkur óhefðbundin ráð sem eiga það til að virka vel.

1. Ekki horfa á Íslenska liðið í handbolta í þessum mánuði. Þeir eru samt alveg fínir en ekki horfa á þá samt.Guðmundur Guðmundsson, fyrrum Íslendingur.

2. Farðu í uppáhalds fötin þín, helst svona föt sem þú skammast þín pínu fyrir að eiga og gengur ekki venjulega í. Gamall fubu galli er gott dæmi. Ímyndaðu þér síðan að þú sért forseti alheimsins og þá verður allt í lagi.

3. Stilltu græjurnar á heimilinu á botn með uppáhaldslaginu þínu og dansaðu  frá þér allt vit. Þetta getur þú gert í fyrrnefndum – skammast mín fyrir að eiga fötum – eða nakin/n með allt dregið frá. Þá sjá líka nágrannar þínir að þú ert ekkert þunglynd/ur.

4. Finnst þér vinnan þín leiðinleg? Fjölskyldan hálf óþolandi? Hættu bara öllu sem þér finnst leiðinlegt og farðu til Spánar á yfirdrætti fram í febrúar. Það er miklu betri mánuður til að díla við vandamál sín.

5. Vertu Beyonce, eða bara einhver annar einstaklingur sem þér finnst vera geðveikt kúl og alveg með þetta. Segðu bara að þú heitir þeirra nafni og vertu alltaf í stúdíói.

6. Lokaðu þig inni yfir helgi og horfðu á allar seríurnar af LOST í einu. Þegar þú sérð hvað þetta fólk hefur það hrikalegt þá áttu eftir að sjá líf þitt í nýju ljósi.

7. Byrjaðu að reykja. Fólk sem keðjureykir á sjaldan við alvarleg geðræn vandamál að stríða.

8. Hættu að sgja nei. Segðu alltaf bara „af hverju ekki?“ og vertu alltaf brosandi.

9. Kauptu lottomiða og vertu með allar tölur réttar. Þá ertu búin/n að vinna í lottóinu og þarft aldrei framar að hafa áhyggjur af neinu.

 

Miðja