Forsíða Lífið 9 ástæður fyrir því að konur ættu að eiga fyrsta skrefið!

9 ástæður fyrir því að konur ættu að eiga fyrsta skrefið!

Screen Shot 2015-05-22 at 13.23.11Deit menningin er kannski ekki gríðarlega mikil á Íslandi sem stendur en þó gerist það að fólk hittist yfir bjór eða mat og kynnist hvort öðru. Þessi listi er skrifaður af Dan Scotti og birtist upphaflega á vefsíðunni Elitedaily. Við gerðum hér úrdrátt úr skrifum hans en eftir töluverða umræðu á skrifstofunni komumst við að þeirri niðurstöðu að íslenskar konur eru bara mjög duglegar við að nálgast karlmenn af fyrra bragði!

En hér eru engu að síður þeir 9 kostir sem Dan sér við það að konur taki fyrsta skrefið …

1. Þeir eru stundum feimnir líka.

Það er erfitt þegar ábyrgðin á fyrsta skrefinu er bara öðru megin. Þó að strákur nálgist ekki stelpu og spjalli ekki við hana þýðir það ekki að hann hafi ekki áhuga.

2. Ef kona reynir við mann þá þarf hann ekki að óttast að hann sé að ónáða hana.

Þegar maður nálgast manneskju á bar t.d. og ákveður að spjalla þá veit maður samt aldrei hvort manneskjan nennir því eða hvort maður er hreinlega bara að ónáða viðkomandi.

3. Það er heillandi þegar konur vita hvað þær vilja.

Það er heillandi að sjá konu sem langar að spjalla við karlmann fara og gera það, burt séð frá því hvað samfélaginu finnst um það.

4. Konur sem eiga fyrsta skrefið eru ólíklegri til að „settla“ í sambandi.

Í dag lifir fólk í stannslausum ótta við að pipra. Það gerir það að verkum að fólk er tilbúnarar til að sætta sig við hvað sem er og hanga í sambandi sem er ekki endiega eins fullkomið og þú myndir vilja.

Konur sem taka fyrsta skrefið eru ólíklegri til að sætta sig við eitthvað sem þær eru ekki ánægðar með.

5. Mörgum karlmönnum finnst sexý þegar kona á fyrsta skrefið.

Margir menn hafa sagt að þeim finnist það sexý því það sé óvenjulegt og skemmtilegt.

6. Það sýnir sjálfstraust.

Sjálfstraust er mest heillandi kostur sem manneskja getur búið yfir.

7. Þegar konan á fyrsta skrefið veit maðurinn að hún vill ekki bara „vera vinir“

Mönnum finnst ekkert þreyttara en að hafa verið að reyna við konu í vikur, jafnvel mánuði þegar hún vildi allan tímann bara vera vinir.

Ekki vegna þess að þeir vilji ekki vera vinir, heldur vegna þess að þið voruð ekki á sömu blaðsíðunni.

8. Konur sem reyna við menn hundsa samfélagsleg „norm“.

Það er árið 2015. Konur ættu ekki að láta stjórnast af einhverjum reglum um það hvað þær mega og mega ekki gera. E fþú ert kona og sérð mann sem þig langar að reyna við og gerir það … þá fer samfélgið alveg bókað ekki á hliðina!

9. Konur sem taka fyrsta skrefið bíða ekki bara eftir því að fá hlutina í hendurnar.

Þegar þær taka fyrsta skrefið sýnir það að þær vinna fyrir hlutunum og sækja það sem þær vilja.

Karlmönnum finnst ekki fráhrindandi þegar konur reyna við þær. Þvert á móti segir meirihluti þeirra að það sé bara meira aðlaðandi.