Forsíða Lífið 8 hlutir sem fólk sem þú ættir ALLS EKKI að byrja í...

8 hlutir sem fólk sem þú ættir ALLS EKKI að byrja í sambandi með segir!

Þegar við kynnumst nýju fólki getur verið erfitt að átta sig á því hvort viðkomandi sé góð manneskja eða jafnvel alger fáviti bara. Hér eru 8 hlutir sem fólk segir sem eru allir ágætis merki um að viðkomandi sé ekki allur þar sem hann er séður.

1. Þegar manneskja segir ég er frábær kærasti/kærasta en allir mínir fyrrverandi makar eru klikkaðir. – Hér eru allar líkur á að viðkomandi sé sjálfur klikkaður.

2. Þegar manneskjan segir „Ég er ótrúlega frjáls í anda“ – Þetta getur þýtt „ég týnist stundum á djamminu“ en þetta getur líka þýtt að einn daginn pakkar viðkomandi niður í tösku, fer út á flugvöll og hverfur til Ástralíu í 3 ár.

3. „Ég er léleg/ur í að svara smsum“ – Þetta er orð þeirra sem svara aldrei sms-um. Það tekur 5 sekúndur, það er ekki hægt að vera lélegur í því.

4. „Ég er ógeðslega hreinskilin“ – Eru orðin sem dónalegt fólk segir oft.

5. „Ég hata drama og fólk sem er fake“ – Ef þú ert ekki í 7 bekk þá eru þetta orð sem þú átt ekki að þurfa að segja. Ef einhver þarf að segja það er það merki þess að viðkomandi sé oft í drama.

6. „Ég lifi í núinu og framkvæmi bara það sem mér dettur í hug!“ – Þetta fólk er hrikalega líklegt til framhjáhalds.

7. „Ég vil ekkert vera að auglýsa það að við séum að hittast“  – Ætti að segja þér að viðkomandi hefur eitthvað að fela.

8. „Ég get verið algjör tík/asshole. – Þetta er allavega hreinskilið en þú ættir að passa þig á þessu fólki.