Forsíða Lífið 73 ára gömul kona var að eignast TVÍBURA – Faðirinn fékk heilablóðfall...

73 ára gömul kona var að eignast TVÍBURA – Faðirinn fékk heilablóðfall í kjölfarið!

Hin 73 ára gamla Mangayamma Yaramati var að eignast tvíburastúlkur þökk sé glasafrjóvgun. Samkvæmt lækninum hennar þá heilsast móður og barni vel.

Hún og Sitarama Rajarao, sem er 82 ára gamli eiginmaðurinn hennar, hafa alltaf viljað eignast börn – en hafa ekki getað það fyrr en nú.

Mangayamma segir að hún hafi aldrei verið svona hamingjusöm: „Við höfum reynt oft og hitt marga lækna, svo að þetta er hamingjusamasta stund ævi minnar.“

Deginum eftir fæðinguna þá fékk Sitarama skyndilega heilablóðfall og er nú í gjörgæslu á sjúkrahúsinu.

Þegar að Sitarama var spurður hver myndi sjá börnin ef eitthvað kæmi fyrir þau út af elli þá svaraði hann: „Það er ekkert í okkar höndum. Hvað sem gerist á að gerast. Þetta er allt í höndunum á Guði.“

Þess má geta að árið 2016 þá fæddi önnur indversk kona á áttræðisaldri lítinn dreng.