Forsíða Hugur og Heilsa 7 óneitanlegar staðreyndir sem sanna að kærustur eru alveg eins og Batman!

7 óneitanlegar staðreyndir sem sanna að kærustur eru alveg eins og Batman!

Hmm … Hvað eiga Batman og kærastan þín sameiginlegt?

Það verður að teljast líklegt að svarið þitt verður – „Ekki neitt?“ – En hugsaðu þig betur um. Hér fyrir neðan eru 7 óneitanlegar staðreyndir sem sanna að kærustur eru alveg eins og Batman!

1. Batman og Kærustur breyta röddinni sinni þegar þau eru reið.

Ímyndaðu þér Batman þegar hann var geggjað reiður að yfirheyra einhverja óþokka í myndinni ‘The Dark Knight‘.

Ókei, ímyndaðu þér nú kærustuna þína að spyrja spurninga eins og: „HVAÐA stelpa var þetta eiginlega sem þú varst með á Austur??“ eða „Af hverju var HÚN að læka myndina þína á Instagram?“.

2. Batman og kærustur hafa magnað hæfileika til þess að rannsaka, njósna og komast að ótrúlegustu hlutum.

Kærastar sem reyna að halda öðrum stelpum heitum eða halda jafnvel fram hjá: Passið ykkur. Vill Batman komast að því hvenær næsta sending af eiturlyfjum kemur til Gotham? Hann mun komast að því. Vill kærastan þín komast að því hvaða stelpur þú hefur verið að SMS-a síðustu 12 mánuði? Hún mun komast að því.

3. Batman og kærustur hafa einn vin sem þau leita ALLTAF til þegar það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir.

Það eru nokkrir útvaldir aðilar sem þau hlusta á, frekar en nokkurn annan. Þessir aðilar eru vitrir og traustir. Hjá Batman er þetta Gordon lögreglustjóri, Fox eða brytinn Alfreð. Hjá kærustunni eru þetta gjarnan: Mamma, besta vinkonan eða eldri og lífsreyndari vinnufélagi.

4. Batman og kærustur eiga alltaf einn besta vin sem getur verið svolítið pirrandi …

En málið með þennan besta vin er að hann getur verið vinur – eða óvinur þinn. Það fer allt eftir því hvernig þú hefur komið þér á framfæri.

5. Batman og kærustur fara ekki neitt án þess að vera með fullt af óþarfa aukahlutum.

Beltið hans inniheldur eldflaugabelti, klifurkróka og reyksprengjur. Veskið hennar inniheldur förðunarvörur til þess að breyta henni í aðra manneskju, túrtappa og væmin ilmvötn til þess að láta alla í herberginu lykta eins og gróðurhús!

6. Batman og kærustur lifa tveimur ólíkum lífum …

Hvort sem það er á Instagram eða í ríka hverfi Gotham borgar þá eru bæði kærustur og Batman að þykjast vera einhver sem þau eru ekki …

7. Batman og kærustur eiga sérstakar manneskjur sem verða óvinir þeirra AÐ EILÍFU!

 Batman á óvini sem munu bjaga hann að eilífu. Það sama á við kærustuna þína. Auk þess er Jókerinn fyrir Batman eins og fyrrverandi kærasta sem er alltaf að poppa upp og læka það sem þú gerir á Facebook. Í augum kærustunar mun þessi fyrrverandi kærasta alltaf vera illgjarnt skrímsli sem reynir allt sem hún getur til þess að koma óreiðu á lífið þitt. Þetta mun aldrei breytast … nema kannski ef þær myndu hittast fyrir tilviljun og byrja að spjalla … og komast að því að þær eru ekki svo ólíkar. Og þær færu kannski saman á kaffihús daginn eftir, svo á sushi veitingahús og svo verða þær bestu vinkonur í næsta mánuði. Kannski ef Batman myndi raunverulega nenna að setjast niður með Jókernum og hlusta á það hvernig hann fékk þessi ör … þá gætu þeir líka orðið bestu vinir.