Forsíða Lífið 7 metra hákarl mætti á ströndina og skemmdi partýið! – MYNDIR

7 metra hákarl mætti á ströndina og skemmdi partýið! – MYNDIR

Það er líklegra að þú lendir í því að vera kramin/n af sjálfsala en étin/n af hákarli.

Hákarlar eru nú samt til og engin ásæða til þess að óttast þá ekki. Ef þeir eru svngir eða pirraðir hika þeir ekki við að fá sér bita af manneskju.

Á fallegri strönd á suðurhluta Ástralíu varð uppi fótur og fit á dögunum þegar 7 metra hvítháfur mætti í partýið.

Fólki sem statt var á ströndinni var sagt að forða sér í hvelli og sem betur fer þá sakaði engan, en það hefði auðveldlega geta ferið verr – enda ekki að ástæðulausu sem það verður að rýma strendur þegar að hvítháfar eru nálægt.

Til að átta sig á stærðinni má hér sjá sex metra hákarl sem veiddist á svipuðum slóðum í fyrra.

Þú vilt ekkert lenda í þessum í vatninu þegar hann er í fullu fjöri…