Forsíða Lífið 7 merki þess að manneskju langi til að sofa hjá þér!

7 merki þess að manneskju langi til að sofa hjá þér!

Mannleg samskipti geta verið tómt vesen og það er oft erfitt að fóta sig völundarhúsinu sem er vilji og þarfir annarra. Hér eru 7 merki þess að allar líkur séu að einstaklingi langi til þess að hafa við þig mök.

1. Manneskjan segir „Mig langar til þess að sofa hjá þér.“Screen Shot 2015-05-13 at 12.35.00

2. Þú spurðir manneskju „Eigum við að geraða?“ og hún segir „Já maður!“

3. Þegar þú kyssir manneskju og hún kyssir þig til baka er það gjarnan merki um að viðkomandi líki við þig. Þarna gætir þú farið í skref 2.

4. Þegar þú sýnir manneskju kynferðisleg atlot og viðkomandi tekur vel í þau og svarar jafnvel með hljóðum eins og „mmmm“ eða „aaahhh“ eða stunum jafnvel.

5. Þegar manneskjan lítur djúpt í augu þín og þú sérð í þeim ástúð og umhyggju

6. Þegar þú horfir til baka til stundanna sem leiddu til þessarar stundar upp í rúmi og áttar þig á því að þú þvingaðir hvorki né kúgaðir manneskjuna til samræðis og viðkomandi er þarna af 100% fúsum og frjálsum vilja eru allar líkur á því að viðkomandi langi til að sofa hjá þér.

7. Manneskjan er ekki út úr heiminum af áfengis eða fíkniefna neyslu.