Forsíða Lífið 7 hjálpleg ráð til að komast í gegnum Verslunarmanna helgina!

7 hjálpleg ráð til að komast í gegnum Verslunarmanna helgina!

Nú líður að þessari helgi helganna og íslendingar flykkjast í vínbúðinar í 66 gráður norður pollabuxunum sínum. Það er margt sem óundirbúnir einstaklingar geta lent í en „knowledge is power“ og þetta vitum við hjá Menn.is manna best. Hér eru 7 hlutir sem gott er að hafa í huga um helgina.

 

1. Tjöld eru ekki vatnsheld – Þegar rignir mikið leka þau. Það er fátt við þessu að gera en það er fínt að vera meðvituð/aður svo pirringurinn verði minni, eigi þetta sér stað.

2. Bjór sem stendur óvarinn fyrir sólskini hitnar. Þetta er enginn heimsendir, það má vel drekka volgan eða jafnvel heitan bjór, sérstaklega ef þetta er ekki fyrsti bjór dagsins. Gott ráð er að hafa bjórinn í kæliboxi.

3. Þegar maður kastar upp á eigur annarra, hvort sem það er bíll, tjald eða pollagalli er almenn kurteisi að biðjast afsökunar og bjóðast jafnvel til þess að þrífa æluna upp eftir sig.

4. Það er oft erfitt að átta sig á því hvort maður sé búin/nn að drekka of mikið eða ekki nógu mikið. Hugsaðu um að hringja í fyrrverandi. Ef það er góð hugmynd fáðu þér þá vatnsglas. Ef það er hinsvegar herfileg hugmynd, fáðu þér þá annan bjór. Eða skiptu jafnvel yfir í sterkt.

5. Á helgum sem þessum er mikið um gítara. Sjáir þú yfirgefin gítar eru allar líku á því að þig langi til að taka hann upp og brjóta á baki vinar eða vinkonu. Forðastu þessa löngun eins best og þú getur og komdu þér út úr aðstæðunum. Einhver á þennan gítar.

6. Kynlíf með ókunnugum er yfirleitt frábær hugmynd. Mundu að nota verjur og gættu þess að hinn aðilinn sé með meðvitund og langi til að stunda með þér kynlíf.

7. Það getur oft verið erfitt að eiga við uppsafnaða þynnkuna mánudagsmorguninn eftir verslunarmannahelgina. Gott ráð er að þamba líter af Nýmjólk.

Skemmtið ykkur fallega gott fólk!

Miðja