Forsíða Húmor 7 hentug ráð við frostinu um helgina!

7 hentug ráð við frostinu um helgina!

Veðurspáin segir að á laugardaginn geti frostið farið niður í allt að 17 – 18 gráður. Ekki kúl herra vetur. Ekki kúl. Hér eru 5 ráð sem gætu nýst við að lifa þennan frosta dag af!

1. Heitt bað. – Komdu þér ofan í sjóð heitt bað um leið og þú tekur eftir því að það er byrjað að kólna. Hafðu mat og drykk við höndina og haltu þig í baðinu yfir daginn.

2. Viskí. – Byrjaðu að þamba um leið og þú tekur eftir því að hitinn fer lækkandi. Ekki stoppa fyrr en þú missir meðvitund.

3. Æfingar. – Það er hægt að finna fullt af sniðugum heima æfingum á youtube til að halda á sér hita út daginn. Farðu bara varlega ef þú ert kominn í viskíið líka.

4. Hitaðu bakarofninn þinn í botn. – Hafðu hann opinn, sittu fyrir framan hann á stól og hugsaðu hlýjar hugsanir í 10 tíma.

5. Farðu í öll fötin sem þú átt í einu.

6. Vertu Ólétt. – Óléttum konum er oft heitt. Þú getur líka ákveðið að byrja bara á tíðarhvörfum. Konum á tíðarhvörfum er oft heitt líka.

7. Vertu við pústurrör á bíl. – Ef þú ert utan dyra og kemst ekki í skjól er gott að vita af því að það er heitur útblástur úr bíl í grenndinni.

Miðja