Forsíða Lífið 7 bestu sumarstaðirnir í Reykjavík – Það er sól úti en hvert...

7 bestu sumarstaðirnir í Reykjavík – Það er sól úti en hvert á að fara?

Nú er að líða sá tími þar sem það fer ekki framhjá neinum að sumarið er korter í komið!

Síðustu 8 mánuði höfum við vafið okkur inn í teppi og dúnúlpur til skiptis og sötrað á heitu kakói – En ekki lengur.

Það er sérstök stemming sem myndast á þessum tíma ársins hjá okkur Íslendingum en þegar sólin skín eins og í dag þá viljum við einfaldlega ekki vinna meira. Við gerum allt sem við getum til þess að njóta sólarinnar – Áður en hún hverfur aftur.

Svo ef þú ætlar ekki að liggja á svölunum heima, hvert ætlar þú þá að fara?

MENN hafa tekið saman lista með 7 kaffihúsum og börum sem bjóða upp á topp aðstöðu til þess að njóta sólarinnar og sötra á einum volgum kaffibolla (eða köldum bjór?).


 

#7 – Kaffi Sólon

10371650_705758766148713_7366612937756843716_n

 

Kostir: Góður matur, góð sól og góð staðsetning til þess að hitta fullt af fólki.

Gallar: Útiaðstaðan er ekki í horni svo ef vindáttin er óheppileg gæti orðið svolítið kalt. Ef þú vilt ekki hitta fullt af fólki … þá gerir þú það samt.


 

#6 – Café Paris

10387404_705758786148711_7290361038707686273_n

 

Kostir: Góður matur og algjör pottur í svona veðri.

Gallar: Erfitt að fá sæti en venjulega verður allt troðið um leið og sólin rís!

#5 – Enski Barinn

Kostir: Ekki allir vita að í bakgarði Enska barsins á Austurstræti er algjör heitapottur á sumrin. Toppbjór, toppsól, topplogn og þú þarft ekki einu sinni að færa þig ef þig langar að djamma um kvöldið! Plús: Færri vita af útiaðstöðunni á Enska svo þar er greiðari aðgangur að sætum!

Gallar: Það er vont að detta OF mikið í það OF snemma …


 

#4 – Te og Kaffi / Eymundsson Austurstræti

10362477_705759536148636_1644022739_n

 

Kostir: Megasól, megakaffi, smá leynistaður því hann er umkringdur stærri byggingum svo vindurinn kemst hvergi að = enn heitara.

Gallar: Alltaf fullt og frekar dýrt snarl.


 

#3 – Loft hostel (svalirnar á 4. hæð)

10275915_705758849482038_8081917721276895248_n

 

Kostir: Skemmtilegt útsýni, gott kaffi, gott næði til þess að lesa, spjalla eða njóta sólarinnar.

Gallar: Getur verið vindasamt uppi á svölunum sem eru á fjórðu hæð.

1604839_705758706148719_7608429486780264810_n


 

 

#3 – LeBowski Bar

1908323_705758956148694_96769788469193755_n

Kostir: Þetta er algjör leynistaður! Frá efrihæðinni eru þrusu svalir þar sem hægt er að fá góðan mat, drekka kaldan bjór og ná þrusu tani!

Gallar: Rétt eins og með Enska barinn þá gætir þú gleymt þér í notalegheitunum og verið allt í einu mættur á djammið, sólbrenndur og kátur.


 

#1 – Vegamót

11166115_894836660574255_1151356246_n

Kostir: BONGÓblíða, frábær matur, kaldur bjór, nóg af fólki og nóg af sætum! (Augljóslega uppáhalds staður ristjóra Menn.is).

Gallar: Vegamót er ekki lengur skemmtistaður eins og mörgum er jú kunnugt, svo þú þarft mögulega að færa þig þegar þeir loka … en þá er aldrei langt í bjórinn á Lebowski eða Enska!


 

Veist þú um einhvern stað sem við erum að gleyma og á heima á þessum lista? Endilega láttu okkur vita í athugasemdunum hér fyrir neðan! En annars er ekki eftir neinu að bíða:

FARÐU ÚT Í SÓLINA!