Forsíða Afþreying 7 atriði sem pabbi þinn bara SKILUR EKKI – MYNDIR

7 atriði sem pabbi þinn bara SKILUR EKKI – MYNDIR

Pabbar halda oft að þeir viti allt best. Þeir vita sko hvað alvöru tónlist er og hvernig allt var betra í „gamla daga“.

Vefsíðan Unilad tók saman nokkur dæmi:

1.“Full Sleave“ tattú

Það er að segja allur handleggurinn húðflúraður frá toppi til táar (eða putta frekar).

Einu húðflúrin sem hann samþykkir eru merki af uppáhalds fótboltaliðinu þínu eða akkeri. Þar að segja ef þú hefur „migið í slatan sjó“

Things Your Dad Doesnt Understand About Modern Culture image

 

2. Líkamsrækt

Þú þarft ekki að fara í einhverja bölvaða rækt. Fáðu þér bara alvöru vinnu þar sem þú eyðileggur á þér bakið eftir viku. Og hver nennir að éta baunaspírur og blómkál í allar máltíðir. Fáðu þér bara beikon eins og alvöru karlmaður.

Things Your Dad Doesnt Understand About Modern Culture image

 

3. Danstónlist

Hver kannast ekki við að hafa heyrt frá pabba sinum að tónlistin í dag ekkert nema eitthvað „búmm búmm búmm“ dæmi. Hver nennir að hlusta á þetta? Samt finnst honum alveg fullkomlega eðlilegt að hlusta á einhverja málaða karlmenn með langar tungur að syngja um að þeir vilji rokka og rúlla alla nóttina

Things Your Dad Doesnt Understand About Modern Culture image

 

4. Atvinnumenn í fótbolta nú til dags!

Allir þessir atvinnumenn í dag eru bara væluskjóður sem fara að grenja um leið og það er komið við þá. Í gamla daga voru þetta hörkutól sem fóru á fyllerí daginn fyrir leik og fengu sér sígó í hálfleik.

Things Your Dad Doesnt Understand About Modern Culture image

 

5. Tölvuleikir

Þegar hann var lítill þá var ekkert til sem hét tölvur og tölvuleikir. Þá fór maður bara út að leika sér. Í dag eru krakkar bara fitubollur sem hanga í tölvunni langt fram á nótt og vita ekki einu sinni hvernig það er að leika sér í drullupolli.

Things Your Dad Doesnt Understand About Modern Culture image

 

6. Eiginlega bara öll tónlist sem var samin eftir 1980

Um leið og pabbi gamli heyrir einhvern rappa, eða að tölva hafi verið notuð við gerð lagsins þá mun hann ekki vilja hlusta á það. Hvað varð um gamla góða gítarinn bara og munnhörpuna?

Things Your Dad Doesnt Understand About Modern Culture image

 

7. Samfélagsmiðlar

„Þarf unga fólkið að setja ALLT á netið“. Þetta höfum við örugglega öll heyrt frá pabba gamla sem skilur ekki afhverju unga fólkið þarf að lifa lífinu sínu í gegnum facespace eða hvað sem þetta heitir.

Things Your Dad Doesnt Understand About Modern Culture image

 

Er pabbi þinn svona?