Forsíða Lífið 7 ára stelpa finnur hvorki sársauka né þreytu – Veit ekki einu...

7 ára stelpa finnur hvorki sársauka né þreytu – Veit ekki einu sinni hvenær hún er svöng! – MYNDIR

Ef maður hugsar út í það þá væri svaka fínt að upplifa aldrei sársauka og vera aldrei þreyttur né svangur.

Vandamálið er samt að mannslíkaminn þarf að sofa og nærast til að ganga. Og það að finna til sársauka er til þess að við vitum að það sé eitthvað að í líkamanum.

Hin 7 ára gamla Olivia Farnsworth getur farið þrjá daga án svefns og hún er aldrei svöng heldur þarf að passa að hún borði eftir klukku. Það tók lækna mörg ár að komast að því hvað væri að en Olivia finnur ekki til sársauka heldur.

Móðir hennar Niki segir að hún hafi eitt sinn orðið fyrir bíl í götunni þeirra.

„Bíllinn keyrði á hana og hún dróst með honum, ég öskraði og systkin hennar sem voru í garðinum með mér öskruðu. Hún stóð bara upp, rölti á móti okkur og spurði hvað væri að“

Olivia er með galla í litningi 6 en þeir sem þjást af honum upplifa eitt þriggja einkenna: Að finna aldrei til hungurs, upplifa ekki sársauka eða geta farið marga daga án svefns. Olivia er talin eina manneskjan í heiminum sem er með öll þrjú einkennin.