Forsíða Afþreying 6 mýtur um áfengi sem þú hélst að væru sannar – En...

6 mýtur um áfengi sem þú hélst að væru sannar – En eru það alls ekki!

tumblr_neqs3aVS7C1qjkwd8o1_1280

Þú verður margfalt betri í rúminu þegar þú ert fullur, það drepur heilasellur að drekka áfengi og það eru til leynitrix til þess að losna við þynnku …

Það er kominn tími til þess að viðurkenna það, þessir drykkjuofurkraftar eru ekki til.

Hér fyrir neðan eru 6 algengar mýtur um áfengi sem allir hafa heyrt … en eru í raun og veru bull!

Mýta #1: Það drepur heilasellur að drekka áfengi

Á meðan mikill styrkur (til dæmis 100% hreint áfengi) getur svo sannarlega drepið heilasellur, þá er áfengið sem þú drekkur venjulega á djamminu ekki að drepa eitt eða neitt.

Hins vegar hægist á heilastarfsseminni þegar við drekkum vegna skertrar samskiptahæfni tauganna. Það útskýrir hvers vegna minnið og fleiri hæfileikar skerðast verulega þegar við neytum áfengis.

En áhrifin vara ekki að eilífu, svo ekki leggjast í algjört þunglyndi ef þú hélst að þú værir orðinn heimskari að eilífu eftir eina skemmtilega helgi …


Mýta #2: Kaffi, sturta, grænt te og hrá egg lækna þynnku.

Mögulega algengasta mýtan um áfengi; Furðulegir hlutir sem eiga að laga þynnku.

Kaffi lagar ekki þynnku frekar en meiri bjór! Kaffi, rétt eins og áfengi þurrkar líkamann enn frekar. Slepptu kaffinu og drekktu nóg af vatni – Vökvaðu þennan líkama!

Drekktu bara aðeins minna áfengi næst þarna kjáni …


Mýta #3: Maður verður ekki jafn fullur ef maður drekkur áfengi og orkudrykki

Það er rétt: Þér mun mögulega líða eins og þú sért ekki jafn drukkin/n en ekki láta gabba þig. Þetta er aðeins orkan sem lætur líkamann halda að hann sé minna drukkinn – En bíddu bara.

Þetta skilar sér í því að á endanum verður þú meira drukkinn, í lengri tíma og verður enn ónýtari á morgun!

Lestu bara þetta hérna!


Mýta #4: Mismunandi tegundir af áfengi hafa ólík áhrif á það hvernig þú hagar þér í glasi

„Ég verð svo villtur af tequila“ eða „Ég verð ekki þunnur af Jack Daniels“.

Fólk elskar að segja sögur af því hvernig mismunandi tegundir af áfengi fara misjafnlega í það og hvernig það verður ekki þunnt ef það drekkur bara bjór.

Samkvæmt rannsóknum hefur tegund áfengisins engin áhrif á það hvernig við hegðum okkur, heldur spilar okkar eigið hugarfar og það hvernig við ímyndum okkur að við munum hegða okkur – Mun stærra hlutverk.


Mýta #5: Þú verður ekki jafn full/ur ef þú borðar áður en þú drekkur

Mýta sem er alls ekki sönn, en hefur samt ýmislegt gott í för með sér.

Það að borða stóra máltíð áður en þú byrjar að drekka kemur alls ekki í veg fyrir að þú verðir drukkin/n. En það getur seinkað því að áfengið nái út í blóðið.

Hins vegar getur það valdið því að þú verðir ekki jafn þunn/ur daginn eftir. Og allir elska að vera minna þunnir.


Mýta #6: Þú ert betri í rúminu þegar þú ert búin/n að drekka.

Sorrý með að eyðileggja mottóið þitt … en eins og vinur okkar, Shakespeare sagði,

„… Það vekur upp þránna, en eyðileggur gæðin“

Með öðrum orðum, áfengi dregur úr tilfiningu líkamans, svo það verður meðal annars erfiðara að ná hlutum upp …


Vertu með þessar 6 mýtur á bak við eyrað um helgina og mundu að allt er gott í hófi!