Forsíða Hugur og Heilsa 6 hlutir sem konur sem þjást af þunglyndi vilja að þú vitir

6 hlutir sem konur sem þjást af þunglyndi vilja að þú vitir

1. Ég get verið á þunglyndislyfjum, ég get líka sleppt því – En ég vona að þú treystir minni ákvörðun. 

Margir þunglyndissjúklingar sleppa lyfjum í mörg ár vegna þess að þeim líður eins og með því að taka lyf séu þeir að viðurkenna að þeir séu þunglyndissjúklingar. Mér leið eins og með því að taka lyf væri ég að viðurkenna að ég væri ekki nóg sterk til að höndla þunglyndið sjálf. En þú myndir ekki segja sykursýkis sjúklingi að sleppa því að taka insúlín og höndla sykurfallið bara sjálfur.

2. Þunglyndið getur gert mig mjög óáreiðanlega.

Fyrir tveimur árum ætlaði ég að mæta á sýningu hjá vini en heilinn í mér var fyrir. Hann sagði mér að ég liti hræðileg úr og ég myndi bara eyðileggja kvöldið fyrir hinum með því að mæta. Ég lagði af stað með strætó en fór út eftir tvö stopp og labbaði heim. Ég grét alla leiðina í strætó yfir því hversu ömurleg ég væri. Ég sendi vini mínum sms og sagðist ekki komast. Er ekki fyndið – og með fyndið meina ég „alls ekki fyndið“ að sjúkdómur sem dregur frá þér allt sjálfsálit geri þig líka sjálfselska? Ef þú átt þunglynda vinkonu sem ætlar alltaf að mæta en hættir alltaf við reyndu að skilja að það ert ekki þú – það er hún. Skilningur getur gert mikið í þessum aðstæðum.

3. Það er setja upp „gleði grímu“ á almannafæri þýðir ekki að ég sé að þykjast vera þunglynd.

Þrátt fyrir að steríótýpan af þunglyndissjúklingi sé manneskja með bauga og fýlusvip sem starir út um gluggann á rigninguna þá er það ekki þannig sem þunglyndi virkar í raunveruleikanum. Sumir mánuðir eru auðveldari en aðrir. Fólk sér mig oftast sem glaða og félagslynda manneskju. Vegna þess að það er útgáfan af mér sem ég sýni umheiminum. Þunglyndi er ekki viðbrögð við slæmum degi eða vondu skapi. Það er trumbusláttur undir hinu daglega lífi sem verður stundum of hávær, og það er ekki eitthvað sem ég get stjórnað.

4. Ef ég er að treysta of mikið á þig – Láttu mig þá vita.

Þegar ég byrjaði að fara til sálfræðings uppgötvaði ég margt í eigin fari. Ég átti nána vinkonu sem ég deildi öllu með. Þegar mér leið vel, illa og verst. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hve mikið álag ég setti á hana, hversu þurfandi ég var fyrr en hún sagði mér það. Það var of erfitt fyrir hana að í hvert skipti sem við hittumst var eina umræðuefnið andleg heilsa mín. Henni fannst ekki lengur gaman að vera í kringum mig. Það var erfitt að heyra það, en ég skildi að hún var að láta mig vita vegna þess að hún vildi halda í vináttu okkar. Þessi reynsla kenndi mér að vega og meta hvenær og hvernig ég deili hlutum og að láta ekki allar samræður snúast um mig, þó mér líði illa.

5. „Þunglyndið“ sem margir upplifa í kringum sambandsskilt er ekki það sama og að vera þunglyndis sjúklingur. 

Að segja hluti eins og „Ég skil nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegn um. Ég var ótrúlega þunglyndur þegar hundurinn minn dó“ gæti virst góð hugmynd. Að vilja sýna vini sínum samúð er fullkomlega eðlilegt, en stundum gerir það meiri skaða en gott. Sorg eftir erfiðan atburð eða missi er þó allt annar hlutur en þunglyndi. Þunglyndi er ekki hlutur sem maður kemst yfir með tímanum. Ég eyddi mörgum árum í að skamma sjálfa mig fyrir að vera sorgmædd án þess að hafa nokkra ástæðu til. Og fyrst við erum að ræða þetta skulum við líka sleppa því að nota orð eins og OCD til að lýsa einhverjum sem vill raða bókunum sínum á ákveðinn hátt eða bipolar um einhvern sem skiptir oft skapi. Það er ekki sami hluturinn.

6. Ekki koma fram við mig eins og viðkvæmt blóm þó þú vitir að ég sé þunglynd.

Þú átt líklega vin eða vinkonu sem hefur deilt því með þér að hann eða hún sé þunglynd. Þegar ég segi einhverjum frá sjúkdómnum er það yfirleitt til þess að útskýra eitthvað í sambandi við sjálfa mig eða tengja við eitthvað sem mér er sagt um aðra manneskju. Það er ekki „free-pass“ fyrir mig til að haga mér eins og ég vil eða gera mig undanskilda gagnrýni. Við höndlum að eiga eins samræður og þú átt við alla hina vini þína þannig að ekki koma öðruvísi fram við okkur.

Pistillinn er eftir Jillian Capewell og birtist fyrst á Huffington Post.