Forsíða Lífið 6 dauðagildrur langtímasambands sem ber að varast!

6 dauðagildrur langtímasambands sem ber að varast!

leidastTíminn þegar þú ert að hefja nýtt samband með getur verið svo unaðslegur og algjört ævintýri. Þú getur varla fengið nóg af manneskjunni og sjaldan liðið betur. Allt sem þig gerið saman er svo nýtt og skemmtilegt, þrátt fyrir að vera bara hversdagslegir hlutir.

Síðar í sambandinu byrja oft að myndast rútínur sem geta farið illa með báða einstaklinga þess. Þrátt fyrir að þið séuð heilshugar í sambandinu og ástfangin upp fyrir haus þá eru líkur á að þú lítir stundum á hina manneskjuna sem sjálfsagðan hlut.

Hér eru nokkrar gildur sem flestir í langtímasambandi kannast við og ber að varast ef þú vilt halda því góðu til frambúðar.

1. Reikna með að þið verðið að vera saman öllum mögulegum stundum.
Í byrjun sambands er allt svo skemmtilegt og gaman að vera saman að þetta á það til að gerast alveg sjálfkrafa. Hægt og rólega verður þetta að kviksyndi sem ógnað getur sambandinu.
Þegar þér finnst þú vera skyldug/ur til þess að vera með manneskjunni þegar þið hafið ekki gert plön. Stundum þarftu að búa til tíma fyrir ÞIG, þó svo það séu kannski ekki plön með vinum. Það góða við þetta er að það gefur þér einnig tíma til þess að sakna manneskjunnar. Sem gerir þá stundirnar saman enn betri.

2. Að gera það sama öll kvöld.
Netflix og kúr er gott og gilt en ef þetta er raunveruleiki hvers kvölds í sambandinu þá ertu á hættusvæði. Við þurfum öll rútínur en öllu má ofgera. Það er hægt að sinna hinum ýmsum áhugamálum og kanna nýja hluti saman. Þarf ekki að vera mikið eða stórt, til dæmis bara að finna nýjan aðeins flóknari rétt og elda saman.

3. Að vera í allt öðrum heimi þegar þið eruð saman.

Símar, tölvur og tölvuleikir – eru fínir til þess að slaka á og hugsa um eitthvað allt annað eftir daginn. Þessir skjáir geta samt orðið vandamál þegar þeir taka alla þína athygli og hin manneskjan er orðin að truflun. Eins og að fara á kaffihús eða veitingastað og liggja bara í símanum. Það er mjög kjánalegt og étur upp tímann ykkar og leyfir ykkur ekki að njóta hanns eins vel saman.
Ef þið búið saman þá verður þetta aðeins erfiðara en þá er um að gera að setja bara reglur um þetta – ekkert instagram eða leikjaspil í símanum á kvöldin eftir að báðir aðilar eru sestir niður saman. Þá er nú „netflix og kúr“ heldur skárra.

4. Að ræða einungis um atburði dagsins.
Það er auðvitað mikilvægt að spyrja hvernig dagurinn fór því atburðir hans muna hafa árhif á líðan fólks. En á endanum geta svörin orðið heldur stutt „fínn“ eða „ágætur“. Flest lesum við eða verðum vitni af einhverju áhugaverðu og því ætti ekki að vera mikið vesen að finna umræðuefni. Eða jafnvel spyja manneskjuna spurningu sem hana þætti gaman að svara, varðandi barnæsku eða eitthvað álíka.

5. Hunsa ágreining/vandamál og leyfa þeim að malla undir yfirborðinu.
Stór þáttur í brestum sambanda er fyrirlitning – það sem „fer í taugarnar“ við hvort annað. Þú áttar þig kannski ekki á því en með því að láta ágreining og vandamál liggja á milli hluta í langan tíma þá byggist fyrirlitningin upp hægt og rólega – jafnvel þó þú sért í mjög ástríku sambandi.
Í stað þess að slökkva bara á sér og líta svo á að þín hlið málsins sé rétt, takið tíma til þess að heyra og skilja rök hinnar manneskjunar. Þú ert ekkert endilega að fara að skipta þinni skoðun en þetta gefur ykkur tíma til þess að eiga við vandamálið og einbeita pirringnum að því en ekki hvort að öðru.

6. Að segja manneskjunni ekki tilfinningar þínar.
Undir lok dags að segja henni hve mikið þú elskar hana, og meina það, er einn minnsti en jafnframt mikilvægasti hlutur sambandsins. Það er auðvelt að reikna með hverjar tilfinningarnar eru en að minna hina manneskjuna á hversu mikilvæg hún er þér – er einföld og árangursrík leið til þess að halda í rómantíkina. Mjög gott er að einnig láta fylgja eitthvað sem þú elskar við manneskjuna eða tjá henni hvernig hún lætur þér líða.
hvisla
Sambönd eru erfiðisvinna en þú færð líka „greitt“ í æðislegum stundum og upplifunum með manneskju sem þú vilt virkilega vera að deila lífi þínu með.