Forsíða Hugur og Heilsa 5 skref ölvunar áður en þú ferð í „blackout“

5 skref ölvunar áður en þú ferð í „blackout“

Áfengi er magnað fyrirbæri. Með alla sína galla yrði það óumdeilanlega flokkað sem ólöglegt fíkniefni ef það kæmi á markað í dag – En þrátt fyrir það notum við það nánast hverja helgi til þess að færa fólk saman og skemmta okkur í góðra vina hópi.

En áfengi getur verið ofnotað eins og svo margt annað og þá getur tekið við stig sem kallast svartnætti eða „blackout“. Einstaklingar í svartnætti vita ekki hvað þeir heita, hvar þeir eiga heima eða hvar í ósköpunum þeir eru. Til þess að þú getir skemmt þér sem allra best um helgina ætlum við að fara lauslega yfir 5 stig ölvunar svo að þú getir lært að þekkja mörkin – Og ákveðir vonandi ekki að leggja þig á Laugaveginum.

1. Stig:

Edrú – Þó svo að við séum edrú flesta daga vikunnar þá getur þetta stig verið erfiðast fyrir suma. Ef hópur hittist til dæmis fyrir viðburð og nær að koma sér vel í gang áður en haldið er út getur verið hræðileg lífsreynsla að vera eini aðilinn sem mætir seint og hefur ekki náð sama stigi og restin af hópnum.

2. Stig:

Image result for gif going to party

Andastigið – Þetta er mjög áhugavert þrep í tímaáætlun kvöldsins. Stigið kemur yfirleitt á fyrsta eða öðrum drykk kvöldsins þar sem viðkomandi er ekkert endilega farinn að finna fyrir áhrifum en kemst engu að síður í rosalegan anda þegar hann áttar sig á því að kvöldið á eftir að vera ógleymanlegt. Mikill andi – Mikið gaman.

3. Stig:

Related image

Tipsy  – 3. Stigið er í raun best þó svo að enginn nenni að vera á því lengi. Hérna ertu farinn að finna fyrir áhrifunum algjörlega og allt er orðið gaman. Auðvitað ætti þetta stig að vera fullkomið út kvöldið, en ef við horfumst í augu við blákaldann sannleikann þá erum við íslendingar aðeins of gráðugir til þess. Þess vegna höldum við áfram og förum fljótlega yfir á stig 4….

4. Stig:

„Eigum við að fara í bæinn?“ stigið – Jebb, núna ert þú orðinn fullur. Kæruleysið rennur um æðar þínar og þitt stærsta vandamál í lífinu er að finna klósett eða annað skot af Ópal. Á þessu stigi getur þú dansað eins og Michael Jackson, sungið eins og Queen B og DAÐRAÐ eins og Casanova – Eða þú telur þig að minnsta kosti geta það …

Á góðu kvöldi nær kvöldið ekki mikið lengra en þetta. Þú skemmtir þér vel og ferð svo heim í háttinn. NEMA þú haldir áfram á fimta stig …

5. Stig:

SVARTNÆTTI – Sjáðu Dumbledore og Snape? – Þeir eru eins og hálfvitar og þannig verður þú líka á þessu stigi. Það er samt rosalega gaman hjá þeim og kannski skiptir það mestu máli.

Þú ert búinn að drekka svo mikið að þú veist ekkert hvað þú ert að gera og það sem verst er – Þú átt ekki eftir að muna eftir neinu á morgun.

Það er föstudagur í dag og eflaust margir sem ætla að enda vikuna með pompi og prakt – Skemmtið ykkur fallega en reyniði að læra stigin fimm og í guðanna bænum forðisti fimmta stig eins og heitann eldinn! – Nema þig takið myndband af því og sendið það á [email protected]!

Góða helgi!