Forsíða Hugur og Heilsa 5 sekúndna reglan: Vísindin við að borða mat af gólfinu

5 sekúndna reglan: Vísindin við að borða mat af gólfinu

Ef þú ert manneskja. Og þú borðar mat. Þá er ekki ólíklegt að þú hafir einu sinni eða tvisvar lent í þeim aðstæðum að missa mat á gólfið og hugsa með þér: „Ef enginn sér mig taka matinn upp úr gólfinu og stinga honum upp í mig … gerðist það þá nokkuð?“

Við erum öll sek. Ókei, kannski ekki öll en samkvæmt rannsókn Aston háskólans hafa 70% kvenna og 50% karla notað „5 sekúndna regluna“.

En hefur þú pælt í því … ef þú tekur matinn upp úr gólfinu á innan við 5 sekúndum, getur verið að það sé orðið of seint? Og er 5 sekúnda reglan raunverulega til?

Hér eru nokkur skipti þar sem það er EKKI í lagi að taka mat upp úr gólfinu:

Þegar maturinn fær að tjilla á gólfinu

Samkvæmt prófessornum Anthony Hilton við Aston háskólann er matur ólíklegri til þess að innihalda mikið af bakteríum ef hann er tekinn upp fyrr en síðar.

Við samanburð á mat sem hefur legið á gólfinu í 3 og í 30 sekúndur þá komust vísindamennirnir að því að um það bil 10 sinnum fleiri bakteríur voru á matnum sem hafði legið lengur á gólfinu.

Samt sem áður kom einnig í ljós að baktería fannst á matnum jafnvel þó hann snerti gólfið aðeins í sekúndubrot.

En hversu ógeðslegir geta hlutirnir orðið? Vísindamennirnir bentu á að matur sem hefur legið á gólfinu í 5 mínútur getur innihaldið frá 150 og til 8.000 tegundir af bakteríum. Og það er ekki kryddið sem þú hafðir vonast eftir …


Þegar maturinn er djúsí

Þetta snýst mikið um yfirborðið á matnum.

Vísindamennirnir í Aston fundu út að þurr matur (smákökur, flögur) draga ekki jafn mikið í sig og liggja ekki jafn þétt við yfirborð gólfsins. Þess vegna er ekki mikill munur á ef maturinn liggur á gólfinu í 3 eða 30 sekúndur.

„Djúsí matur“ (nammi, pasta, hlaup) liggur um 20% þéttar á gólfinu og blautt yfirborð matarins dregur í sig fleiri bakteríur á minni tíma.


Þegar hann dettur á flísar

Bakteríur lifa lengur á hörðu gólfefni eins og til dæmis flísum en þær gera á parketi. Hart gólfefni leiðir sömuleiðis bakteríurnar betur frá gólfinu og í matinn þinn.

Meira að segja gólfteppi eru betri en flísar!


Þegar maturinn er ekki saltur eða sætur

Ef þú hélst að þú værir að græða á því að elda hollan mat – Þá skjátlaðist þér (að minnsta kosti ef þú ætlar að missa hann í gólfið).

Ef þú missir mat á gólfið sem inniheldur minna magn salts eða sykurs þá er líklegra að hann smitist af bakteríum á gólfinu.

Vísindamenn í Manchester prófuðu að missa pasta, kexköku, skinku, brauð með sultu og þurrkaða ávexti í gólfið og leyfðu því að vera á gólfinu í mis langan tíma.

Samkvæmt Daily Mail komust vísindamennirnir að því að skinka (mest salt) og brauð með sultu (mestur sykur) sýndu minnstu áhrif baktería eftir þrjár sekúndur.

En þegar ávextir og pasta voru rannsökuð sáust merki um „klebsiellu“ eftir aðeins 3-5 sekúndur.

Samkvæmt Daily Mail getur þessi baktería mögulega valdið lungnabólgu, þvagfærasýkingu og blóðeitrun.

Svo það sem þú þarft að muna: Þetta er pasta, það er nóg af því og þú hefur hvort sem er ekki gott af þessum kolvetnum!


Þegar fólk er ný búið að ganga á gólfinu …

Þú heldur að það sé hreint hjá þér af því að þú ryksugaðir í síðustu viku! Þú gætir ekki haft meira rangt fyrir þér, en það er ekki þér að kenna. Þú sérð ekki bakteríurnar synda um gólfin.

Í rannsókn frá háskólanum í Arizona komust vísindamenn að því að með 90% af skóm fylgja fjöldi baktería svo næst þegar þú ætlar inn á skónum … hugsaðu þig tvisvar um!


Og ALLS ekki ef maturinn dettur á fartölvuna þína!

Bresk rannsókn leiddi nýlega í ljós að lyklaborðið þitt er ógeðslegra en klósettskál (ekkert að þakka). Enn ein ástæðan fyrir því að þú ættir ekki að borða við skrifborðið þitt!

Miðja