Forsíða Lífið 5 markmið í fjármálum sem ungir Íslendingar ættu að setja sér fyrir...

5 markmið í fjármálum sem ungir Íslendingar ættu að setja sér fyrir árið 2015!

86

Af hverju setjum við okkur nýársheit?

Svarið er MJÖG einfalt: Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á árangur markmiðasetningar eins og til dæmis að þeir sem setja sér markmið eru 10 sinnum líklegri til að ná markmiðum sínum en þeir sem gera það ekki.

Vantar þig meiri hvatningu?

40% fólks undir 30 ára nær að láta nýársheitin verða að raunveruleika á hverju ári. Það borgar sig því að setja sér markmið og byrja núna, en talið er að aðeins 14% fólks yfir 50. ára nái að láta sín nýársheiti rætast.

Ekki hræðast að setja markið hátt en hafðu markmiðin þó alltaf raunhæf. Nýársheit hjá mörgum snúast um peninga og að hafa meiri stjórn á eigin fjármálum en á árinu áður.

Hér eru 5 markmið sem allir ættu að setja sér til þess að verða fjárhagslega sjálfstæðari en árið 2014.

1. Sparaðu meiri pening á þessu ári heldur en þú gerðir í fyrra.

Það getur líklega ekkert áramótaheit haft meiri áhrif á líf þitt en þetta – Nema kannski að vera enn heilbrigðari en í fyrra.

Það eru alltaf að gerast hlutir í kringum okkur sem við höfum enga stjórn á – En við stjórnum því hvað við spörum mikið. Þú þarft bara að byrja einhversstaðar.


2. Losaðu þig við að lágmarki 1 skuld.

Það elskar enginn að skulda pening. Og það sem allir elska ENN minna; Það er að borga skuldir eða lán.

Ef þú ert á þrítugsaldri ættir þú að byrja að borga upp það sem þú skuldar sem fyrst áður en skuldin vex og verður enn þyngri.

Það fer væntanlega allt eftir stærð skuldarinnar en það er alltaf þess virði að eyða „öllum“ peningnum þínum í að borga upp litla skuld og þá eru hún endanlega horfin. Illu er jú best af lokið.

Bankarnir bjóða upp á greiðsludreifingu þar sem þú getur látið taka afmarkaða upphæð af kortinu þínu í hverjum mánuði. Það er ekki slæm hugmynd að koma upp svoleiðis kerfi og hætta svo að hugsa um málið. Svo þegar 2016 gengur í garð ert þú einu skrefi nær því að vera fjárhagslega sjálfstæð/ur!


3. Skammtaðu þér peninga.

Jafnvel stórir viðskiptajöfrar hafa sagt að allir ættu að skammta sér peninga. Meira að segja milljónamæringar!

Ef þú skammtar þér peninga fyrir daga, vikur eða jafnvel mánuði þá neyðir þú sjálfa/n þig til þess að hugsa hvað þú átt, hverju þú þarft að eyða og hvað þú getur eytt miklu.

Þú getur líka skammtað þér fyrir sérstök tilefni, eins og til dæmis „föstudagskvöld með strákunum“. Með réttri forgangsröðun getur þú svo byrjað að skammta þér sérstaka peninga í ferða-, bíla- eða íbúðarsjóð.


4. Notaðu tæknina til þess að hjálpa þér að ná þínum markmiðum í fjármálum.

Þú getur nálgast allar upplýsingar sem þú þarft (um nánast hvað sem er) á internetinu, það eru til smáforrit sem gera allt og í versta falli gætir þú líka leitað hjálpar hjá raunverulegri manneskju.

Það getur verið rosalega sniðugt að nota Öpp til dæmis til þess að fylgjast með öllu sem er að gerast í veskinu þínu.

Byrjaðu að nota símann þinn í eitthvað annað en bara Facebook, Snapchat og Dusty Dots og þú gætir orðið aðeins ríkari árið 2016.


5. Lærðu grundvallaratriðin til þess að byrja að fjárfesta.

Ef þú hefur náð tökum á öllum hlutunum hér fyrir ofan er næsta stóra skref að læra og byrja að fjárfesta. Í einföldu máli: Að nota peningana sem þú átt til þess að búa til meiri pening.

Fjárfestingar geta verið rosalega einfaldar eða rosalega flóknar og allt þar á milli að sjálfsögðu. Hvort sem þú vilt fjárfesta í bíl, íbúð, fyrirtæki eða eigin rekstri þá er bara mikilvægt að byrja rólega og passa að þú komir þér ekki strax aftur í skuld!

Ef þú sinnir þessum 5 markmiðum á næstu 12 mánuðum gætir þú gert þína fyrstu snjöllu fjárfestingu árið 2016!

Miðja