Forsíða Hugur og Heilsa 5 hlutir sem mikilvægt er að hafa í huga eftir sambandsslit.

5 hlutir sem mikilvægt er að hafa í huga eftir sambandsslit.

Það að koma úr langtímasambandi getur verið stór lífsreynsla. Sumir líta þannig á aðhjarta þeirra hafi verið brotið og strengja þess jafnvel heit að fara aldrei í samband aftur. Það er mikilvægt að gera upp tilfinningarnar og halda áfram með lífið. Hér eru fimm gagnlegir hlutir sem gott er að hafa í huga.

1. Leyfðu þér að syrgja missinn.
Það er mikilvægt að leyfa sér að syrja en það er enn mikilvægara að átta sig á því þegar er nóg er komið af sorginni og tími til komin að halda áfram með lífið.

2. Lærðu að meta hlutina sem þú gerir ein/nn.
Hversu lítilvægt sem það kann að vera, þá þarftu að kunna að meta að fara ein/nn út í búð og versla í matinn t.d. Eftir langt samband er fólk mjög háð hvort öðru og öll lítil skref sem þú tekur í átt að sjálfstæði hjálpa.

3. Haltu áfram að gera hluti sem þú elskar. Þó það séu hlutir sem þið gerðuð saman. Ef það var ykkar „thing“ að fara í keilu og þér finnst það brjálæðislega gaman, skaltu passa þig að hætta ekki þó sambandið endi. Það er engin ástæða fyrir því að þú þurfir að finna þér ný áhugamál.

4. Reyndu að komast að því hvort þú og fyrrverandi getið verið vinir.
Stundum er það hægt og stundum ekki. Það er engin ástæða til þess að skammast sin þó það sé ekki hægt.

5. Hættu að fylgjast með fyrrverandi á samfélagsmiðlum.
Þetta á alveg sérstaklega við fólkið sem lenti í því að vera sagt upp, en bjóst ekki við því sjálft að sambandið væri að enda. Það dregur sorgarferlið á langinn að vera í sífellu að fylgjast með fyrrverandi á Snapchat, Instagram eða Facebook.

Miðja